Birtist í Morgunblaðinu 14.07.16.. Nýlega var því slegið upp í fréttatíma Ríkisútvarpsins að fulltrúi No Borders samtakanna vildi að við segðum okkur frá Dyflinnarsamkomulaginu og hættum að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd (hælisleitendur) úr landi.
Það er ekki seinna vænna að nútímavæðast. Í morgun bauðst mér að sitja fyrir á sjálftökumynd - hinni margrómuðu SELFIE - og er það í fyrsta skipti sem ég er myndatökumaður á slíkri mynd! . . Þetta var að loknu útvarpsspjalli í Bítinu á Bylgjunni með þeim Þorbirni Þórðarson og Hugrúnu Halldórsdóttur þar sem umræðuefnið var markaðsvæðing innan heilbrigðisþjónustunnar með sérstakri tilvísan til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu 13.07.09.. Fréttablaðið valdi réttilega forsíðu sína til að segja okkur að fyrir hönd okkar skattgreiðenda hefði Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðið að ganga til viðræðna við einkaaðila um rekstur tveggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.
Á Íslandi er flest annað hvort í ökkla eða eyra. Sú var tíðin, og ekki fyrir ýkja löngu, að nánast var bannað, samkvæmt ófáum sjálfskipuðum siðameisturum, að segjast þykja vænt um landið sitt og finnast það fallegt.
Í vikunni var hefðbundið ársfjórðungsþing Evrópuráðsins í Strasbourg og sóitti ég það ásamt tveimur öðrum þingmönnum íslenskum, þeim Valgerði Gunnarsdóttur og Karli Garðarssyni.
Margir leitast nú við að skýra niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. Sigur þjóðrembu, segja einhverjir, andstaða við flóttamenn segja aðrir, andstaða hægri manna við margvíslega félagsmálalöggjöf sem runnin er undan rifjum Evrópusambandsins, segja enn aðrir.