Góð fréttamynd sýnir ekki bara þá mynd af raunveruleikanum sem hið pólitíska vald heldur að okkur til einföldunar og þæginda, fréttamyndin afruglar þá tálsýn og færir okkur raunveruleikann sjálfan.
Birtist í DV 12.11.2202Ástæða er til að vekja athygli á kjörum atvinnulausra. Færa má rök fyrir því að enginn hópur búi við eins slæm kjör og einmitt þeir.
Flogið hefur fyrir að til greina komi að stofna leyniþjónustu á Íslandi. Ráðherrar og dómsmálayfirvöld hafa viðrað slíkar hugmyndir og forsvarsmenn lögreglu hafa tekið þeim vel.
Jóhann Óli Guðmundsson er eigandi Frumafls sem aftur er einn aðaleigandi Öldungs hf sem hefur gert samning til langs tíma við ríkið um rekstur dvalarheimils fyrir aldraða við Sóltún í Reykjavík.
Umræða um kvenfrelsismál er mjög brýn og þarf að fá mikið vægi. Í aðdraganda kosninga veltir fólk því eðlilega fyrir sér hvaða leiðir séu færar til að tryggja jafnræði með kynjunum í tengslum við komandi kosningar og að þeim afloknum.