Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Febrúar 2019

VIÐ MUNUM HANA EBRU

VIÐ MUNUM HANA EBRU

Í gær hitti ég hana í Diyarbakir og var hún þá nýkomin frá Nusyaben, á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Þar tók hún þátt í því ásamt öðrum þingmönnum úr héraðainu að vekja athygli á því að Leyla Güven væri nú við dauðans dyr á 99. degi í svelti til að krefjast þess að tyrkneksa ríkið færi að eigin lögum og ryfi einangrun Öcalns og opnaði þar með á friðarviðræður. Mótmæli af þessu tagi færast nú í vöxt víða um Tyrkland ...
HVERS VEGNA VILL HEIMURINN EKKI HEYRA?

HVERS VEGNA VILL HEIMURINN EKKI HEYRA?

Í morgun hittum við   Mæður fyrir friði , hópurinn sem kominn er til Kúrdistan að styðja við mannréttindabaráttu Kúrda. Þær eiga það sammerkt að hafa misst börn sín og eiginmenn í stríðsátökum tyrkneska ríkisins og Kúrda fyrr á tíð eða í ofsóknum yfirvalda á hendur Kúrdum í seinni tíð. Tyrkneska ríkið hefur aldrei viðurkennt að borgarastríð hafi geisað í landinu. Þess vegna eru allir sem barist hafa fyrir mannréttindum Kúrda hryðjuverkamenn og þeir sem hafa samneyti við þá svo aftur  hryðjuverkamenn einnig. Konurnar sem við hittum í dag ...
HUGSAÐ HJÁ LEYLU

HUGSAÐ HJÁ LEYLU

Í dag átti ég stund hjá Leylu Güven. Hún er á 98. degi mótmælasveltis.  Hún vill hefja að nýju friðarviðræður tyrkneskara stjórnavalda og Kúrda. Forsendur fyrir því að þetta gerist sé að aflétt verði einangrun Abdullah Öcalans á Imrali-eyju, sem um margr er farin að minna á Robin-eyju þar sem Mandela var geymdur. Leyla Güven hóf mótmælasveltið, 8.nóvember,  sem nú breiðist út í tyrkneskum fangelsum. Hún er þingmaður en var síðast fangelsuð fyrir að mótmæla innrás Tyrkja í Afrin héraðið í Kúrdabyggðum í norðanverðu Sýrlandi. Núna hafa yfir þrjú hundruð  ...
FRÉTTAMANNAFUNDUR Í ANKARA

FRÉTTAMANNAFUNDUR Í ANKARA

Dagurinn í dag hefur verið annasamur hjá mér og sex félögum mínum í Ankara í Tyrklandi en hingað erum við komin til að tala máli Kúrda og mannréttinda almennt. Dómsmálaráðherra Tyrklands hefur ekki svarað erindi um að hitta okkur að máli en slíka beiðni sendi ég honum hinn 21. janúar. Í bréfinu var vakin athygli einangrunarvist Öclans, leiðtoga Kúrda, en honum hefur verið haldið í einangrunarfangelsi í tuttugu ár, síðustu árin án nokkurra heimsókna. Í dag hittum við annan tveggja formanna HDP flokksins, Lýðræðisfylkingarinnar, sem er flokkur Kúrda, Pervin Buldan og annan tveggja varaformanna, Hisyar Özsoy ...
Á LEIÐ TIL TYRKLANDS

Á LEIÐ TIL TYRKLANDS

Birtist í Morgunblaðinu 11.02.19. Vax­andi spennu gæt­ir í Tyrklandi vegna svelti­mót­mæla póli­tískra fanga þar í landi en þeir krefjast þess að ein­angr­un Öcal­ans, höfuðleiðtoga Kúrda í Tyrklandi og Norður-Sýr­landi, verði rof­in og póli­tísk­um föng­um sleppt úr haldi ...
KÚRDAR Í MÓTMÆLASVELTI

KÚRDAR Í MÓTMÆLASVELTI

Um það bil 250 Kúrdar eru í mótmæla-svelti í Tyrklandi - utan og innan fangelsismúra – og víðsvegar um heiminn. Mótmælt er pólitískum fangelsunum og öðrum mannréttindabrotum í Tyrklandi. Í Strasbourg eru 15 einstaklingar í slíku mótmæla-svelti og hafa verið frá því í byrjun desember. Ég heimsótti þá í dag en það geri ég í tengslum við Tyrklandsferð mína og átta annarra einstaklina sem hefst á morgun. Þrjú okkar fljúga frá Frankfurt í fyrramálið en ...
AÐ LAGA VERULEIKANN AÐ EIGIN HAGSMUNUM

AÐ LAGA VERULEIKANN AÐ EIGIN HAGSMUNUM

Birtist í DV 09.02.19. Í vikunni kom fram að ríkisstjórn Íslands styður þá ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að skipta um ríkisstjórn í Venesúela, það sem á ensku er kallað „regime change“ og var áður gert í Írak og Líbíu og reynt í Sýrlandi en án árangurs þar ef frátaldar eru afleiðingarnar. En varla flokkast þær undir árangur, öllu heldur ólýsanlegar hörmungar...
ÞAKKIR TIL KVEIKS

ÞAKKIR TIL KVEIKS

Það er þakkarvert framtak af hálfu Sjónvarpsins að sýna okkur heimildarmynd Arnars Þórs Þórissonar, dagskrárgerðarmanns Kveiks, og kvikmyndagerðarkonunnar Katrínar Ólafsdóttur, um Hauk Hilmarsson, sem tekin var í Rojava. Ritstjóri Kveiks, Þóra Arnórsdóttir, og að sjálfsögðu fjöldi annarra, kom að þessu verki og eiga þakkir skilið. Minningu Hauks Hilmarssonar, unga baráttumannsins, sem fylgdi hugsjónum sínum eftir...
FUNDURINN MEÐ EVU, BERTU OG JÓNI KARLI

FUNDURINN MEÐ EVU, BERTU OG JÓNI KARLI

Á fundi í Safnahúsinu/þjóðmenningarhúsinu hinn nítjánda janúar fluttu þau okkur fróðlegt en jafnframt  hrollvekjandi efni kanadíska fréttakonan Eva Bartlett, um fréttaflutning frá Palestíu og Sýrlandi, Jón Karl Stefánsson um fréttaflutning af valdaskiptunum í Líbíu og Berta Finnbogadóttir tók dæmi um hvernig má misbeita fréttamiðlum og hvernig það hefur verið gert! Fundurinn var auglýstur undir yfirskriftinni  ...
SVÍVIRÐILEGUR VESALDÓMUR!

SVÍVIRÐILEGUR VESALDÓMUR!

Tilkynnt hefur verið að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að hlýða kalli um að fylkja sér á bak við ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hrekja núverandi forseta Venesúela frá völdum og setja mann sér þóknanlegan í hans stað. Sannast sagna hélt ég að afhjúpun ósanninda um valdaskipti og tilraunir til valdaskipta í Írak, Líbíu, Sýrlandi og nú Venesúela, svo nýjustu dæmin séu nefnd, væri nóg til að íslensk stjórnvöld sæju sóma sinn í því að halda sér alla vega til hlés. Í öllum þessum dæmum var gerandinn ...