Fara í efni

HUGSAÐ HJÁ LEYLU

Í dag átti ég stund hjá Leylu Güven. Hún er á 98. degi mótmælasveltis.

Hún vill hefja að nýju friðarviðræður tyrkneskara stjórnavalda og Kúrda. Forsendur fyrir því að þetta gerist sé að aflétt verði einangrun Abdullah Öcalans á Imrali-eyju, sem um margr er farin að minna á Robin-eyju þar sem Mandela var geymdur.

Leyla Güven hóf mótmælasveltið, 8.nóvember,  sem nú breiðist út í tyrkneskum fangelsum. Hún er þingmaður en var síðast fangelsuð fyrir að mótmæla innrás Tyrkja í Afrin héraðið í Kúrdabyggðum í norðanverðu Sýrlandi. Núna hafa yfir þrjú hundruð manns fylgt fordæmi Leylu í mótmælasvelti í fangelsunum og fer fjölgandi.

Hvar endar þetta ég spyr. Leyla Güven segir okkur: “Mótnmælasvelti er ekki sjálfsvíg, heldur ákall um að fá að fá að lifa með mannlegri reisn og mannréttindum.”

Og hún bætir við’ “Við viljum friðsamlegar lausnir en forsendan er að aflétta einangrunarvist Öcalans og hefja samningaviðræður með hann við borðið.”

Á fréttamannafundi, eftir að hitta Leylu, bar ég áfram þessi skilaboð hennar. Hún hefði talað lágri röddu enda máttfarin. Hún hefði beðið okkur að magna upp skilaboð sín.

Það vildi ég svo sannarlega gera! Og mun gera!

Hjálpumst að!!
frettamannafundur í Diyarbakir.PNG