Fara í efni

KÚRDAR Í MÓTMÆLASVELTI


Um það bil 250 Kúrdar eru í mótmæla-svelti í Tyrklandi - utan og innan fangelsismúra – og víðsvegar um heiminn. Mótmælt er pólitískum fangelsunum og öðrum mannréttindabrotum í Tyrklandi.

Í Strasbourg eru 15 einstaklingar í slíku mótmæla-svelti og hafa verið frá því í byrjun desember.

Ég heimsótti þá í dag en það geri ég í tengslum við Tyrklandsferð mína og átta annarra einstaklina sem hefst á morgun. Þrjú okkar fljúga frá Frankfurt í fyrramálið en flestir hinna frá London.

Við kennum för okkar við International initiative for the freeing of Abdullah Öcalan and peace in Kurdistan.

Öcalan, helsti leiðtogi tyrkneskra og sýrlenskra Kúrda, hefur setið í einangrunarfangelsi á Imrali eyju síðan 1999, eða í tuttugu ár - síðustu árin í algerri einangrun.

Á myndinni að neðan er ég með Yüksel Koc en hann er forseti kúrdíska félagasambandsins í Evrópu, Community Congress. Þennan mann hef ég hitt áður en þekkti hann varla fyrir sama mann og áður því svo er af honum er dregið á líkama  - en ekki sál.

Okkur var afar vel og hlýlega tekið en það tekur á að hitta fólk sem er tilbúið að stefna í dauðann í baráttu fyrir frelsi og lýðræði. Til að skilja þetta eða nálgast skilning á þessu, þarf að hafa í huga að flest þessa fólks þekkir vel til í tyrkneskum fangelsum, sumt búið að dvelja þar í áratugi! Og þótt það sé sjálft sloppið úr eru vandamenn og vinir þar enn!
strasbourg kurdar.PNG