Fara í efni

Greinar

Hvert stefnir í íslenskri fjölmiðlun?

Á stundum eins og nú reynir mjög á fjölmiðla. Bandaríkin og Bretland herja á Írak og bæði bandarískir og breskir  fjölmiðlar fylgja ríkisstjórnum sínum mjög að málum.

Skattastefna VG er ávísun á kjarabætur

Birtist í Mbl. 07.04.2003EKKI veit ég hvort einhver 1. apríl galsi var í leiðarahöfundi Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag eða hvort blaðinu var alvara í greiningu sinni á skattastefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Hver vill einkavæða Gvendarbrunnana?

Fyrir nokkrum dögum hlustaði ég á viðtal við kunnan og ágætan blaðamann í sjónvarpi. Hann sagðist ekki betur sjá og heyra en að "allir" væru komnir á þá skoðun að rétt væri að einkavæða innan grunnþjónustu samfélagsins.

Vinsamleg árás

Bandarískar og breskar innrásarsveitir í Írak kalla það "vinsamlega árás" þegar þeir ráðast fyrir mistök á eigin menn ("friendly fire incident").
Andlit stríðsins

Andlit stríðsins

Stuðningsmönnum stríðsins hér á landi ber skylda til að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna. Þeir verða að axla siðferðilega ábyrgð.

Nýr Berlínarmúr?

Fyrir  nokkrum mánuðum héldum við fjöldafundi til að mótmæla hernaðarofbeldi og mannréttindabrotum gegn Palestínumönnum.

Raunsæ leið til kjarabóta

Birtist í Fréttablaðinu 04.04.2003Sannast sagna átti ég ekki von á því að stjórnarflokkarnir tveir gerðu sig seka um eins mikil yfirboð og raun hefur orðið á.

Frábær Jón Karl Stefánsson

Í Morgunblaðinu 31. mars sl. birtist stutt grein eftir Jón Karl Stefánsson um stríðið gegn Írak og þó einkum afleiðingar viðskiptabannsins, sem hvílt hefur á Írökum í rúman áratug með hörmulegum afleiðingum.

Loftárásir nú og þá

Sjálfstæðisflokkurinn hefur núið Samfylkingunni því um nasir að vera ekki alltaf sjálfri sér samkvæm varðandi beitingu hervalds og er þá vísað annars vegar í gagnrýni á árásirnar á Írak og hins vegar í stuðning talsmanna Samfylkingarinnar við loftárásir Nató á Balkanskaga vorið 1999.

Páll H. Hannesson skrifar: Trúverðugur fréttaflutningur?

Ólafur Sigurðsson fréttamaður Sjónvarpsins var með frétt í sjónvarpinu í gærkvöldi, mánudaginn 31. mars um Írak.