Í fjölmiðlum hefur nokkuð verið fjallað um þá kröfu Landsvirkjunar, að þingmenn yrðu að undirgangast trúnað ef þeir ættu að fá upplýsingar um þær forsendur, sem Landsvirkjun byggði nýja arðsemisútreikninga sína á Kárahnjúkaframkvæmdunum á.
Á framhaldsfundi iðnaðarnefndar í dag kröfðust fulltrúar Landsvirkjunar þess, að því aðeins kynntu þeir nýtt arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar fyrir þingnefndinni að þingmenn hétu því að þegja um upplýsingarnar ! Með þessu móti er greinilega verið að reyna að múlbinda alþingismenn og koma í veg fyrir að þeir geti talað opið um þessi mál.
Eftir að NFS fréttastöðin gekkst í málið hefur upplýsingafulltrúi bandaríska hersins hér á landi upplýst að búið sé að loka hinum herstjórnarlega þætti loftferðakerfis hersins hér á landi.
Landspítali - Háskólasjúkrahús var á fyrstu sex mánuðum ársins rekinn með "methalla" er okkur sagt í sérstakri tilkynningu frá samtökum atvinnurekenda.
Afleitt er þegar læknar og hjúkrunarfólk ruglar saman starfi sínu innan heilbrigðiskerfisins annars vegar og löngun til að græða peninga í bisniss hins vegar.
Í gær ritaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, útvarpsstjóra opið bréf (sjá hér að neðan) og mótmælti því að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, væri látin ráða því að hún fengi ein að koma fram í Kastljósi en Steingrímur hins vegar útilokaður að hennar kröfu.
Að undanförnu hefur farið fram talsverð umræða um aðkomu Íslendinga að friðargæslustörfum. Eins og kunnugt er olli það talsverðum deilum þegar íslenskir friðargæsluliðar voru sendir til Afganistans til starfa í tengslum við Bandaríkjaher og NATÓ.
Æpandi er orðin þögn ríkisstjórnarinnar um þá ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, að halda leyndu frá Alþingi upplýsingum um greinargerð Gríms Björnssonar, jarðvísindamannas, sem ráðherra fékk í hendur í febrúar árið 2002.