Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Febrúar 2010

RÓBERT WESSMAN BOÐAR HEILBRIGT ÍSLAND

RÓBERT WESSMAN BOÐAR HEILBRIGT ÍSLAND

Róbert Wessman er frumkvöðull og drifkraftur að baki nýju einkavæðingarátaki í heilbrigðisgeiranum. Til stendur að reisa einkasjúkrahús á Suðurnesjum, fyrir 1000 sjúklinga með 300 störfum.
HÚRRA FYRIR HÁSKÓLA ÍSLANDS?

HÚRRA FYRIR HÁSKÓLA ÍSLANDS?

Vinur minn einn er spilafíkill. Hann er líka öryrki. Hann ætlaði í dag að kaupa í matinn fyrir komandi mánuð - einsog hann og kona hans gera í hverjum mánuði.
FRÓÐLEGUR FUNDUR UM VENEZUELA

FRÓÐLEGUR FUNDUR UM VENEZUELA

Í morgun áttum við Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB stórfróðlegan fund með José Sojo, sendiherra Venezuela á Íslandi með (aðsetur í Osló), í höfuðstöðvum bandalagsins.
HETJUR

HETJUR

Sjaldan finnur maður fyrir eins notalegri tilfinningu og við að verða vitni að björgunarsveitum að störfum. Það gerum við alltaf annað veifið í gegnum fjölmiðla þegar sveitirnar eru kallaðar út einsog gerðist í gær þegar á þriðja hundrað björgunarsveitamanna héldu til leitar á Langjökli að konu og dreng sem þar höfðu týnst.
EINKAVINAVÆÐING BANKANNA MUN ALDREI FYRNAST

EINKAVINAVÆÐING BANKANNA MUN ALDREI FYRNAST

Í umræðunum um lög um Rannsóknarnefndina sem kannar aðdraganda bankahrunsins var rætt um verksvið nefndarinnar. Minnti ég þá á það að þegar nefndin tæki til starfa þyrfti hún að horfa til umræðunnar á Alþingi um lögin því hún endurspeglaði vilja þingsins.
JÁ, EN ÞAU BYGGÐU SUNDLAUG Á ÁLFTANESI!

JÁ, EN ÞAU BYGGÐU SUNDLAUG Á ÁLFTANESI!

Í dag lauk tveggja daga ráðstefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um sveitarstjórnarmál. Ráðstefnan þótti gagnleg mjög.
EKKI HEFND - BARA RÉTTLÆTI

EKKI HEFND - BARA RÉTTLÆTI

Í gær, 11. febrúar, voru tuttugu ár liðin frá því Nelson Mandela, frelsishetja svartra í Suður-Afríku , var leystur úr haldi eftir tuttugu og fjögurra ára fangelsisvist.
ORÐ ERU DÝR

ORÐ ERU DÝR

Nýlega gagnrýndi ég Þórólf Matthíasson,  prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrir að fara með það sem ég taldi staðlausa stafi - meira en það, beinlínis  að tala málstað Íslands niður - í greinarskrifum í Noregi í sama mund og biðlað var til Norðmanna af Íslands hálfu að rjúfa umsátursmúrinn um Ísland og opna lánalínur án skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins.
ER SAMAN AÐ JAFNA LANDSBANKANUM HF OG SEÐLABANKA ÍSLANDS?

ER SAMAN AÐ JAFNA LANDSBANKANUM HF OG SEÐLABANKA ÍSLANDS?

Eiríkur Jónsson, skrifar mér ( þó ekki í krafti embættis síns sem formaður Kennarasambands Íslands) og fer fram á það við mig að ég reyni mig við samanburð á Icesave skuldum Landsbankans  annars vegar og afleiðingum „gjaldþrots" Seðlabankans hins vegar.
HÆTTUR VIÐ AÐ FARA Í HAGFRÆÐI

HÆTTUR VIÐ AÐ FARA Í HAGFRÆÐI

Það er svolítið sérstakt hvernig Þórólfur Matthíasson, háskólaprófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, umgengst sannleikann.