
HVERS VEGNA VILL HEIMURINN EKKI HEYRA?
14.02.2019
Í morgun hittum við Mæður fyrir friði , hópurinn sem kominn er til Kúrdistan að styðja við mannréttindabaráttu Kúrda. Þær eiga það sammerkt að hafa misst börn sín og eiginmenn í stríðsátökum tyrkneska ríkisins og Kúrda fyrr á tíð eða í ofsóknum yfirvalda á hendur Kúrdum í seinni tíð. Tyrkneska ríkið hefur aldrei viðurkennt að borgarastríð hafi geisað í landinu. Þess vegna eru allir sem barist hafa fyrir mannréttindum Kúrda hryðjuverkamenn og þeir sem hafa samneyti við þá svo aftur hryðjuverkamenn einnig. Konurnar sem við hittum í dag ...