Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09.03.14.. Kunningi minn sem er á öndverðum meiði við mig í pólitík er á sama máli og ég í andstöðu við Evrópusambandsaðild.
Athygli vekur röksemdafærslan sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, notaði á fundi með fréttamönnum þegar hann fordæmdi íhlutun Rússa á Krímskaga: "Það er ekki við hæfi að ráðast inn í land og þröngva þar fram vilja sínum að baki byssuhlaupi.
Már Egilsson er ungur læknir nýkominn til starfa á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann birti í vikunni opið bréf til heilbrigðisráðherra þar sem hann spyr hvernig boðaður niðurskurður í heilsugæslunni samræmist kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins en Már segir þetta líklega ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu allra flokka á Alþingi.
Öðru hvoru er efnt til undirskrifta herferða til að knýja á um tiltekinn málstað. Amnesty International gerir þetta til varnar einstaklingum sem sitja í fangelsi sviptir mannréttindum, fólk í kjarabaráttu gerir þetta iðulega til að vekja athygli á málstað sínum eða þau sem vilja að tiltekið hús standi en verði ekki rifið.
Birtist í Morgunblaðinu 24.02.14.. Á árinu 2011 var hafist handa um stórátak til að efla almenningssamgöngur, ekki aðeins á þéttbýlissvæðunum norðanlands og á höfuðborgarsvæðinu, heldur ekki síður í strjálbýlli byggðum landsins.
Í frétt á vísir.is í dag segir : "Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23.02.14.. Jafnvel þótt Jón Gnarr borgarstjóri sé ekki kominn með ísbjörninn í Húsdýragarðinn í Reykjavík eins og hann lofaði, þá er gaman að koma þangað í fylgd með börnum. Það reyndi ég nýlega.
Í morgunþætti Bylgjunnar - Í Bítið - í morgun ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um stöðuna í ESB málum og hvernig eigi að leysa þann pólitíska hnút sem það mál er komið í: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=24873
Ljóst er að núverandi ríkisstjórn er andvíg því að Ísland gerist aðildarríki í Evrópusambandinu. Vissulega má líta á það sem órökrétt að hún haldi til streitu aðildarumsókn Íslands, sem byggð er á þingsályktunartillögu sem borin var fram vorið 2009 og samþykkt af þáverandi stjórnarmeirihluta. Ríkisstjórnin hefur nú boðað þingsályktunartillögu um að umræðurnar verði formlega stöðvaðar og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.