
STJÓRNSÝSLAN BÆTI SIG
29.01.2014
Birtist í Morgunblaðinu 28.01.14.. Fyrir nokkrum dögum fór fram á Alþingi umræða um skýrslu Umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012 og er vert að íhuga þær áherslur sem þar komu fram enda eiga þær erindi til almennings og þá ekki síður til opinberrar stjórnsýslu.. Í skýrslunni sem var til umræðu kemur fram að málafjöldi hjá embættinu tók stórt stökk upp á við í kjölfar efnahagshrunsins og hefur fjöldi umkvörtunarefna sem embættinu hafa borist ekki hrokkið til baka í fyrra horf.