Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Nóvember 2013

KER-MUNDUR

RUKKARAR SVARI!

Í DV í dag segir frá heimsókn minni í Kerið í Grímsnesi en þangað fór ég um helgina ganggert til þess að borga ekki! „Eigendur" Kersins hafa tekið upp á því innheimta 350 króna aðgagngseyri  fyrir að horfa niður í þennan stórbrotna gíg.. Talsmaður „eigenda" Óskar Magnússon, segir í viðtali við DV í dag að ég eigi að borga eins og aðrir.
Bylgjan í bítið 2 rétt

RÆTT UM KERIÐ Á BYLGJUNNI

Við vorum mættir einsog oft áður Í Bítið á Bylgjunni við Brynjar Níelsson að ræða brennandi málefni líðandi stundar.
MBL- HAUSINN

AFS: ÓDÝR UTANRÍKISÞJÓNUSTA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 03.11.13.. Þegar menn vilja nefna einhvern augljósan sparnað í útgjöldum ríkisins er utanríkisþjónustan auðveldasta fórnarlambið.
Borgað fyrir Kerið

ÓLÖGMÆT RUKKUN VIÐ KERIÐ?

Fyrir fáeinum dögum skrifaði ég pistil hér á síðuna þar sem ég sagði að nokkuð væri um liðið frá því ég skoðaði Kerið í Grímsnesi, tími væri kominn til að líta þar við.
Urriðafoss

Á YSTU NÖF

Í Lundúnum var í vikunni rætt um hugsanlega lagningu flutningsstrengs fyrir raforku frá Íslandi til Bretlands. Mér þótti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ganga út á ystu nöf þegar skilja mátti á máli hans að hann hvetti erlenda fjárfesta til til að leggja umræddan rafmagnsstreng - það væri góð fjárfesting.. Mér létti þegar forsetinn botnaði hugsun sína með þeim orðum að þetta gengi þó aldrei nema að um framkvæmdina skapaðist víðtæk samstaða og sátt á Íslandi.. Ég leyfi mér að efast um að sú sátt sé fyrir hendi.
Þ - Pálsson

HUGMYNDA- OG HAGSMUNAHEIMUR ÞORSTEINS PÁLSSONAR

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins , ráðherra og þingmaður flokksins um langt árabil, skrifar pistil í Fréttablaðið nú um helgina þar sem hann líkir Framsóknarflokknum við fasíska flokka í Evrópu, „þjóðernispopúlista".
Hrafn Gunnlaugsson

SAKAR NOKKUÐ AÐ SÝNA UMBURÐARLYNDI Í LAUGARNESI?

Í gær birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni, „Klagar borgina fyrir linkind í Laugarnesi". Um er að ræða meintan seinagang borgarinnar við að framfylgja ítrustu kröfum um að útmá verk Hrafns Gunnlaugssonar, kvikmyndaleikstjóra,  fyrir utan lóðarmerki heimilis hans en Hrafn býr í fjöruborðinu í Laugarnesi.