Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Apríl 2012

VB OJ viðtal

ESB, LANDSDÓMUR, LÍFEYRISMÁL OG EIGNARRÉTTUR

Úr viðtali við Viðskiptablaðið 12.04.12.. „Við féllumst á það að senda inn aðildarumsókn að ESB, í júní 2009, og ætluðum okkur að fá efnislega niðurstöðu út úr þeim viðræðum," segir Ögmundur en bætir því við að hann vilji flýta viðræðunum og fá efnislegar niðurstöður sem fyrst.
OSS - SKARP esb

EKKI VIÐ UTANRÍKISRÁÐHERRA AÐ SAKAST!

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þröngvað sér inn í málssóknina gegn Íslandi vegna Icesave. Frumkvæði að þessari málssókn áttu fulltrúar Noregs og Lichtenstein hjá ESA stofnuninni sem á að fylgjast með því að markaðssamningi Hins evrópska efnahagssvæðis sé fylgt.
Island ESBI

VLJA ÍSLENDINGA Á HNÉN

Framkvæmdastjórn ESB ryðst nú inn í málaferlin gegn Íslendingum út af Icesave. Þetta mun vera einsdæmi. Okkur þótti nóg um þegar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað að draga okkur fyrir dóm til að reyna að gera íslenska skattgreiðendur ábyrga fyrir innlánareikningum Icesave.
Liljur vallarins

ÞORSTEINI ÞAKKAÐAR ...

Á skírdag sótti ég áhugaverða kvikmyndasýningu í Félagsgarði í Kjós. Til sýningar var heimildarmynd Þorsteins Jónssonar, kvikmyndagerðarmanns um lífið í Kjósinni; lífið og tilveruna í öllum sínum víddum.
sera GK

ÞAR VAKNA DÝPSTU SPURNINGARNAR

„Krosssinn kallar á hugleiðingar um það sem þyngst hvílir á manninum alla tíð, þjáningu hins réttláta, sársrauka heimsins.
Fréttabladid haus

AUÐLINDIR OG ALMANNAHAGUR

Birtist í Fréttablaðinu 05.04.12.. Sú hugmynd, sem ég nýlega varpaði fram að útgerðarfyrirtæki sem gerðust brotleg við skatta- og gjaldeyrislög skyldu svipt kvóta- eða veiðileyfisrétti hefur fengið nokkuð blendnar viðtökur.
Salka ballett

SALKA VALKA Á ENN ERINDI

Morgunblaðið upplýsir að LÍÚ sé að kanna hvort nýtt lagafrumvarp um fiskveiðistjórnun og þó sérstaklega auðlindagjald standist stjórnarskrá Íslands; hvort hugmyndir sem þarna sé að finna stríði gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og að hugsanlega sé um eignaupptöku að ræða.. Það er nefnilega það.
sjávarafli II 3

ÞJÓÐNÝTING OG ALRÆÐISVALD?

Umræðan um ný fiskveiðistjórnunarlög  er umhugsunarverð - m.a. að tvennu leyti. Í fyrsta lagi eru umhugsunarverðar þær staðhæfingar úr ranni útgerðamanna og samherja þeirra á hægri væng stjórnmálanna, að hugmyndir séu nú uppi um að „þjóðnýta" sjávarauðlindina! Þar með er sagt fullum fetum að hún hafi verið einkavædd, að núverandi  kvótahafar eigi fiskinn í sjónum.
Silfrið

BENT Á HIÐ AUGLJÓSA

Í Silfri Egils í gær benti ég á að þegar einstaklingar eða fyrirtæki fengju að sýsla með auðlindir þjóðarinnar - fjöreggin - þá hvíldu á þeim lagalegar og siðferðilegar skyldur.