Fara í efni

ÞJÓÐNÝTING OG ALRÆÐISVALD?

sjávarafli II 3
sjávarafli II 3


Umræðan um ný fiskveiðistjórnunarlög  er umhugsunarverð - m.a. að tvennu leyti.

Í fyrsta lagi eru umhugsunarverðar þær staðhæfingar úr ranni útgerðamanna og samherja þeirra á hægri væng stjórnmálanna, að hugmyndir séu nú uppi um að „þjóðnýta" sjávarauðlindina! Þar með er sagt fullum fetum að hún hafi verið einkavædd, að núverandi  kvótahafar eigi fiskinn í sjónum.  Við vitum að þannig hafa sumir útgerðarmenn litið á málin og hagað sér í samræmi við það - engan veginn allir, en sumir hverjir:  Veðsett óveiddan fisk og tekið fjármuni sem þeim hafa þannig áskotanst út úr greininni til að braska með um víðan völl. Um þetta eru ófá dæmi í aðdraganda hrunsins. Einnig hitt að kvótahafar hafa sumir lagt meira upp úr sölubraski  og að hagnast á leigumarkaði en veiðum og vinnslu.  Þetta eru undantekningarnar en ekki reglan.
Þegar nú stendur til að styrkja lagagrunn undir því, sem reyndar segir í núverandi lögum að þjóðin eigi sjávarauðlindina, og jafnframt reisa skorður við braski, þá heitir það þjóðnýting! Ég leyfi mér að efast um að heiðvirðum mönnum á meðal útgerðarmanna hugnist málflutnnigur af þessu tagi.

Í öðru lagi er umhugsunarvert að blaða í pólitískri orðabók Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þegar lagt er til að einstaklingar og fyrirtæki sem treyst er fyrir því að höndla með fjöregg þjóðarinnar - sjávaruaðlindina - skuli missa slíka heimild úr hendi ef viðkomandi reynast ekki traustsins verðir og koma í bakið á samfélaginu með skatta- eða gjaldeyrissvikum, þá kallar Illugi það alræðistilburði!

Fróðlegt þykir mér að fá þetta fram. Hitt er líka gott að sjá að þingmenn - alla vega í stjórnarmeirihlutanum taka vel þeirri hugmynd að svipta eigi sviksamar  útgerðir veiðiheimildum - það er að segja verði þær uppvísar að því að brjóta þau lög og þær reglur sem samfélagið hefur sett.

Sjá Illuga Gunnarson:
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/illugi-segir-alraedisvald-stjornmalamanna-i-efnahags--og-thjodlifinu-felast-i-hugmyndum-innanrikisradherra  

Umfjöllun og viðbrögð á Smugunni: http://smugan.is/2012/04/ogmundur-vill-ad-skurkar-verdi-sviptir-eignum-og-nytingarretti/

http://smugan.is/2012/04/loghlydni-forsenda-veidileyfis-smjorklipa-segir-hreyfingin/