SKYLDULESNING UM VATNIÐ !
23.03.2006
Erindi sem David Hall, prófessor við háskólann í Greenwich i Englandi, flutti hér á landi í nóvember sl. um reynslu af einkavæðingu á vatni hefur nú verið gefið út í bæklingi undir heitinu, Vatnsveitur í opinberri eigu og einkaeigu - hver er munurinn? David Hall býr yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu á málefninu en hann veitir forstöðu rannsóknardeild við háskólann sem kölluð er Public Services International Research Unit.