Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Október 2020

SPURNING ÖLMU

SPURNING ÖLMU

Fyrir helgina birtist viðtal við Ölmu Björk Hafsteinsdóttur, formann  Samtaka áhugafólks um spilafíkn,   á vefmiðlinum Vísi. Þar spyr hún hvers vegna orðið spilakassi hafi verið tekið út úr reglugerð um lokun spilasala.   Eins og menn muna var spilasölum seint og um síðir lokað í aðhaldsaðgerðum stjórnvalda síðastliðið vor.   Þrátt fyrir ákall um að opna þá ekki á ný var það þó gert og viritist engin áhrif hafa á Alþingi og ríkisstjórn að  ...
STJÚPA MJALLHVÍTAR OG AMMA RAUÐHETTU

STJÚPA MJALLHVÍTAR OG AMMA RAUÐHETTU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.10.20. Þegar kenna átti börnum fyrr á tíð að hætta sér ekki á ókunnar varasamar slóðir, til dæmis fara ekki langt inn í myrkan skóg þar sem vargdýr og óvættir héldu sig, þá voru þeim stundum sögð óhugnanleg ævintýri til að vara þau við hættunum: Sjáið hvað henti Rauðhettu litlu. Úlfur át ömmu hennar og vildi éta hana sjálfa líka. Sagan af vondu stjúpunni og Mjallhvíti er langsóttari, en ég get mér þess til að ...
JÓN KARL UM ÁHÆTTUHÓPA OG PÁSKAEGG NÚMER FJÖGUR

JÓN KARL UM ÁHÆTTUHÓPA OG PÁSKAEGG NÚMER FJÖGUR

Þegar Jón Karl Stefánsson skrifar þá hlusta ég. Ekki vegna þess að hann tali sérlega hátt heldur vegna þess að hann á jafnan erindi við lesendur þegar hann skrifar. Og erindið við okkur í grein sem hann nú birtir hér á síðunni er að honum finnst ekki vera hlustað sem skyldi á áhættuhópa og fólkið sem starfar á gólfinu í umræðu og aðgerðum gegn Kóvid. Jón Karl fjallar sérstaklega um ...  
KOMINN ÚT: SPEGILL ÓLÍNU FYRIR SKUGGABALDUR

KOMINN ÚT: SPEGILL ÓLÍNU FYRIR SKUGGABALDUR

Ólína Þorvarðardóttir lætur ekki að sér hæða. Nýútkomin bók hennar, Spegill fyrir skuggabaldur, fjallar um spillingu og misbeitingu valds á Íslandi. Það er freistandi að endursegja sumt sem fram kemur í þessu riti svo magnað og lærdómsríkt er það. Ég nefni sérstaklega samskipti ýmissa aðila, þar á meðal höfundar sjálfrar, við Samherjaveldið, yfirganginn og ofbeldið – hvernig valdi auðsins er beitt gegn þeim sem voga sér að gagnrýna, ekki aðeins Samherjasamsteypuna, heldur fiskveiðistjórnarkerfið, kvótakerfið, sem hefur fært stór-kvótahöfunum auð “sinn”. Ólína hefur greinilega ...
EKKI VIL ÉG SÝKJAST EN SAMT…

EKKI VIL ÉG SÝKJAST EN SAMT…

… já, og ég vil að sýnum ítrustu varkárni og þess vegna virði ég ábendingar sóttvarnarteymisins, en samt, samt finnst mér varnaðarorð Halldórs í einni af brilljant skopteikningum sínum í Fréttabalaðinu til að hafa í huga.   Hópsálin lætur ekki að sér hæða. Hún er ...
ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL – OG ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL EKKI

ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL – OG ÞAÐ SEM ÉG NÚ SKIL EKKI

Talsmenn EES segja að íslensk stjórnvöld séu brotleg að því leyti að þau virði ekki skuldbindingar sínar gagnvart EES. Tveir þingmenn segja í Morgunblaðinu í dag að það sé undir okkur komið hvernig við bregðumst við, enda standi íslensk lög ofar Evrópurétti.  Það sem ég skil nú er þetta : Yfirgnæfandi meirihluti alþingismanna sagði okkur í aðdraganda þess að þingið samykkti Orkupakka 3, að sú samþykkt skipti engu máli – Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og orkumálastjóri Evrópusambandsins hefðu átt gott spjall þar sem hefði komið fram skilningur á stöðu Íslands – og auk þess réðum við því sem við vildum ráða, íslensk lög væru  ...