Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Apríl 2019

UPPLÝSANDI FUNDUR UM ORKUMÁLIN

UPPLÝSANDI FUNDUR UM ORKUMÁLIN

Á hádegisfundi í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í dag var fjallað um 3. Orkupakkann sem svo er nefndur og spurt hvort við kynnum að missa yfirráð yfir orkunni og þá hvort orkupakkinn væri enn ein varðan á þeirri vegferð. Sjálfur er ég sannfærður um að svo sé og gekk vel rökstudd umræðan á fundinum einnig mjög í þessa átt.   Fyrir Alþingi liggur þingsáslyktunartillaga frá ríkisstjórninni sem augljóslega er mjög vanreifuð og væri skynsamlegast að hún yrði dregin til baka og málið allt endurskoðað! ... 
SAFNAHÚSIÐ LAUGARDAG KL. 12: HVAÐ FELST Í ORKUPAKKA 3?

SAFNAHÚSIÐ LAUGARDAG KL. 12: HVAÐ FELST Í ORKUPAKKA 3?

Boðið er til opins hádegisfundar laugardaginn 6. apríl í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.  Spurt er hvort við séum að missa yfirráð yfir orkunni okkar og hvort 3. orkupakkinn sé enn ein varðan á þeirri vegferð.  Frummælendur hafa rýnt í þessar spurningar frá mismunandi sjónarhólum en eiga það sameiginlegt að búa yfir þekkingu á málefninu. Þeir eru ...  Fundurinn hefst klukkan 12. Fundurinn er opinn og eru allir velkomnir ...
KÚRDAR ÁVARPAÐIR Í STRASSBORG

KÚRDAR ÁVARPAÐIR Í STRASSBORG

Í dag ávarpaði ég útifund Kúrda í Strassborg, bar þeim kveðjur vina þeirra á Íslandi og hvatti þá til dáða ...  Baráttukveðjur mínar til Kúrda snerust allar um baráttu fyrir friði:   “Lykillinn að friðsamlegri framtíð í Kúrdahéruðum Tyrklands er í hendi tyrkneskra yfirvalda. Lykillinn er að fangaklefa á Imrali eyju þar sem Öcalan, leiðtoga Kúrda er haldið í einangrum. Ef lyklinum er snúið og fangelsysdyrnar oppnaðar þá mún jafnframt verða opnað á friðsamlegar lausnir."  Fréttir af útifundinum eru hér ...
Á ÖGURSTUNDU Í ORKUMÁLUM

Á ÖGURSTUNDU Í ORKUMÁLUM

Um aldamótin hófst mikil óheillaganga í orkumálum í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta var löngu eftir að EES-samningurinn var gerður á fyrstu árum tíunda áratugar síðustu aldar enda kemur á daginn að margir þeirra sem stóðu að þeim samningi vara nú við markaðsvæðingu orkunnar og þar með samþykkt 3. orkupakka sem svo er nefndur .  Á laugardaginn kl. 12 verður boðið til fundar um þetta málefni í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík sem hér má sjá auglýstan. Allir eru