EVA BARTLETT OG FLEIRI Á LAUGARDAG
14.01.2019
Ég hvet allt áhugafólk um gagnrýna fréttamennsku að sækja fund með kanadísku fréttakonunni Evu Bartlett í Safnahúsinu í Reykjavík næstkomandi laugardag. Hún þekkir vel til í Mið-Austurlöndum, hefur dvalið langdvölum í Sýrlandi og í Palestínu og fært fréttir þaðan. Að mínu mati er hún færari en flestir að greina fréttaflutning frá átakasvæðum, hvort hernaðar- og valdahagsmunir búi þar að baki eða ... Þarna verða líka með innlegg Jón Karl Stefánsson , sem gert hefur úttekt á fréttaflutningi af áras NATÓ á Líbíu fyrir nokkrum árum og Berta Finnbogadóttir sem hefur ...