Fara í efni

KYNNUM OKKUR MÁLSTAÐ KÚRDA


Mannréttindabaráttu Kúrda styðjum við best með því að kynna okkur hlutskipti þeirra, sýna málstað þeirra áhuga og krefjast réttlætis fyrir þeirra hönd. Á laugardag gefst okkur tækifæri til að hlýða á fólk sem bar vitni  fyrir marréttindanefndinni/dómstólnum í París sem á síðasta ári rannsakaði mannréttindabrot gegn Kúrdum. Dómstóllinn komst að óyggjandi niðurstöðu um að brotin flokkuðust undir stríðsglæpi.

Tyrkland er illu heilli bandalagsríki Íslands í NATÓ. Varla viljum við vera samábyrg í andvaraleysi og þögn. https://www.facebook.com/events/354589615324756/ 
KURDAR SEINNIHL.PNG