Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Mars 2015

Albert Kristinsson

FÉLAGI KVADDUR

Á morgun fer fram í Hafnarfirði útför Alberts J. Kristinssonar. Hann var varaformaður BSRB þegar ég steig inn á vettvang þeirra góðu samtaka í byrjun níunda áratugar síðastu aldar sem formaður Starfsmannafélags Sjónvarps og varamaður í stjórn  bandalagsins.
Royal Bank of Scotland

NÝHUGSUN Í FJÁRMÁLAHEIMINUM

Breskir skattgreiðendur hafa látið £45.5 milljarða sterlingspunda af hendi rakna til Royal Bank of Scotland frá árinu 2008 en þá ákvað breska ríkisstjórnin að forða bankanum frá gjaldþroti.
Mjalta-menni kapítal

VIÐSKIPTARÁÐ VIÐ MJALTIR Í BOÐI FORMANNS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Nú er ég farinn að kannast við mína menn, hina pólitísku handlangara Viðskiptaráðs.  Fjármálaráðherrann er greinilega þegar farinn að undirbúa sig undir að svara kalli Viðskiptaráðs sem á dögunum krafðist þess að ríki og sveitarfélög seldu arðbærar eignir sínar fyrir 800 milljarða.
Hrægammarnir

VIÐ EÐA HRÆGAMMARNIR?

Í síðasta tölublaði DV kemur fram að blaðið hefur undir höndum skrá yfir kröfuhafa í þrotabú Glitnis. Þar kemur fram að vogunarsjóður í eigu George Sorosar, þess hins sama og frægur varð að endemum fyrir að fella breska pundið árið 1992 og hagnast við það um gríðarlegar upphæðir á spákaupmennsku sinni , hafi keypt af spákaupmönnum af sama sauðahúsi, Burlington Loan Management, kröfur i Glitni sem nemi 44 milljörðum.
Brennivín í búðirnar

NOKKUR DÆMI UM HAGSMUNAGÆSLU UTAN ÞINGS OG INNAN

Nýlega heyrði ég þingmann sem styður að Áfengsverslun ríkisins verði lögð niður og áfengi hér eftir selt í almennum matvörubúðum réttlæta skoðun sína  með þeirri „röksemd" að það væri „eitthvað" rangt við að ríkið verslaði með áfengi.
unpa 2

LÝÐRÆÐISVÆÐUM SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR!

Í dag lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stofnun þings kjörinna fulltrúa innan Sameinuðu þjóðanna og tek þar með undir með alþjóðlegum samtökum sem beita sér fyrir því að gera stjórnkerfi Sameinuðu þjóðanna lýðræðislegra. (samtökin heita United Nations Parliamentary Assembly, UNPA: en.unpacampaign.org/index.php )  . . Til þess að breyta stofnanankerfi Sþ þarf  samþykki 2/3 aðildarríkjanna og neitunarvald stórveldanna í Öryggisráðinu nægir til að fella allar breytingartillögur.
Hanni hamingjusami

HAMINGJUSAMASTI HÆGRI MAÐUR Í HEIMI

Vísir.is segir frá sérstæðri könnun háskólamanna. Hún varðar samhengið á milli hamingju og stjórnmálaskoðana.Samkvæmt kenningunni eiga eindregnir hægri menn að vera hamingjusamari en þeir sem eru vinstrisinnaðir.http://www.visir.is/er-hamingjusamasti-hannes-i-heimi/article/2015150309763. Vefmiðillinn leitar eðlilega til prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem er tvennt í senn,hægri sinnaður og gríðarlega hamingjusamur að eigin sögn.
FB logo

TiSA

Birtist í Fréttablaðinu 03.03.15.. TiSA hljómar einsog kisa. Kisa og TiSA eiga ýmislegt sameiginlegt, fara hljóðlega um, læðast og læðupokast, saklaus á að sjá, þótt í eðlinu sé að finna grimma og óvægna þætti.
Stefán Þ Þórsson

NÁTTÚRUPASSI OG RUKKUN: STJÓRNSÝSLAN Á AÐ SEGJA SATT!

Á föstudag fyrir tæpri viku birtist athyglisverð grein í Fréttablaðinu eftir Stefán Þorvald Þórsson, landfræðing, um náttúrupassamálið.
DV - LÓGÓ

FJÁRMÁLAKERFIÐ: PRÓFRAUN Á OKKUR ÖLL

Birtist í DV 03.03.15.. Þessa dagana fer fram gríðarlega mikilvæg umræða í þjóðfélaginu um fjármálakerfið; umræða sem þarf að dýpka svo farið verði ofan í kjölinn.