Fara í efni

Greinasafn - Greinar

September 2014

Bylgjan - í bítið 989

VÍMUEFNI OG AUÐKENNISMÁL

Ráðstefna sem ég sótti í Aþenu um efnahagsþrengingar og vímuefnavarnir og síðan auðkennismál voru meginumræðuefnin í spjalli okkar Ragnheiðar Ríkarðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Bylgjunni i morgun.
Pomp - Evrráð

FUNDAÐ Í AÞENU: EFNAHAGSÞRENGINGAR, NIÐURSKURÐUR OG VÍMUEFNAVARNIR

Í vikunni sótti ég áhugaverðan fund í Aþenu í Grikklandi. Fundurinn var á vegum svokallaðs Pompidou hóps Evrópuráðsins en það er samstarfsvettvangur 47 ríkja - ekki einvörðungu Evrópuríkja þó að evrópsk séu þau flest  -  um vímuefni og vímuefnarannsóknir.. Sjá: http://www.coe.int/t/dg3/pompidou/default_en.asp . .  Í ljósi efnahagsþrenginga víða um lönd horfir þessi hópur, sem samanstendur einkum af stefnumótandi  sérfræðingum, til ríkja sem hafa þurft að skera útgjöld sín niður og leikur þá forvitni á að vita hvernig tekið hefur verið á heilbrigðismálum og vímuefnavörnum sérstaklega þegar niðurskurðarsveðjunni hefur verið beitt og í framhaldi hvaða lærdóma megi af þessu draga.
hrægammar

VANGAVELTUR UM SKULDALEIÐRÉTTINGU

Tvennt kemur upp í hugann við fyrirhugaða skuldalækkun heimila. Í fyrsta lagi furðaði ég mig á því fjaðrafoki sem varð þegar Tryggvi Þór Herbertsson, sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um framkvæmd „leiðréttingarinnar"  reyndi að draga niður væntingar manna.
MBL- HAUSINN

VERÐUR NÚ HLUSTAÐ?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07.09.14.. Gunnar Bragi, utanrikisráðherra segir að sig bráðlangi til að setja meira almannafé í NATÓ.
leiðréttingar lógó

HERBRAGÐ Í ÞÁGU FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA?

Samskipti manna eru í sívaxandi mæli að færast yfir í rafrænt form. Á netinu  eiga sér stað viðskipti, upplýsingum er miðlað og þjónusta er veitt, meðal annars af hálfu opinberra aðila.
Jónas Pálsson

MERKISMAÐUR FALLINN FRÁ

Öðlingurinn, skólamaðurinn og húmanistinn, Jónas Pálsson, er fallinn frá, níutíu og tveggja ára að aldri. Hjalti Hugason sagði í minningarorðum við útför Jónasar að aldrei hefði hann kynnst manni sem hafi haft eins langa framtíðarsýn og Jónas Pálsson!  . Þetta held ég að séu orð að sönnu.
Illugi Gunnarsson 23. mars 2014

ILLUGI Á UPPSKERUHÁTÍÐ

Í kvöld var sýndur í Sjónvarpinu þáttur frá  Uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem haldin var hátíðleg í Hörpu hinn 23.
Reynir Traustason DV

LEITIÐ OG ÞÉR MUNUÐ FINNA

Ekki veit ég hvort auðveldara er að finna brotalamir í karakter og persónusögu Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, en annarra manna.
Bylgjan - í bítið 989

ÚRSÖGN ÚR NATÓ TIL UMRÆÐU

Í mánudagsmorgunspjalli okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítið á Bylgjunni, ræddum við um átökin um DV, eignarhald á fjölmiðlum, ástandið í Úkraínu, aðild okkar að NATÓ og sitthvað annað.