Egill Helgason mætti með Silfur sitt á RÚV á sunnudag og færði okkur sjónarmið málsmetandi einstaklinga erlendis sem nú stíga fram hver á fætur öðrum og bera brigður á greiðsluskyldu Íslendinga í Icesave.
Ákvörðun forseta Íslands að beita málskotsrétti, þ.e. neita að undirrita lagafrumvarp og skjóta því til þjóðarinnar til ákvörðunar hefur vakið hörð viðbrögð og sannast sagna annars konar en ég hafði búist við.
Forseti Íslands flutti að mínu mati sitt besta nýársávarp til þessa. Hann fjallaði um lýðræðið og hvatti til opnari, gagnsærri og lýðræðislegri stjórnarhátta.