Hvaða nefndarlaun þola ekki dagsljósið?
09.08.2004
Allt er hefðbundið á þessu sumri varðandi birtingu skattaskýrslna. Ungir sjálfstæðismenn mótmæla því hástöfum að upplýsingar um tekjur séu birtar og telja það vera brot á mannréttindum! Nú sem fyrr eru það helg mannréttindi hátekjufólksins sem íhaldið unga ber fyrir fyrir brjósti og beinir sínum hugsjónakröftum að.