
SÓKRATES, HJÖRVAR OG ÞORSTEINN SIGLAUGSSON
30.11.2007
Þorsteinn Siglaugsson er ekki bara góður penni. Hann er skemmtilega glöggskyggn og þess vegna rökvís. Jóhanna Vigdís, fréttamaður Sjónvarps, féll fyrir rökum Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar, í fréttatíma í gærkvöldi, um að takmarka bæri ræðutíma á Alþingi enda væri svo að sá sem ekki gæti "sagt skoðun sína á máli á 15 mínútum á að vera að endurmenntunarnámskeiði en ekki á Alþingi Íslendinga."Þannig klykkti Sjónvarpið út - með orðum Helga - í frétt um alvarlegustu atlögu að frelsi stjórnarandstöðu á Alþingi Íslendinga fyrr og síðar! Þorsteinn Siglaugsson sá aðrar hliðar á þessu máli.