Fara í efni

Greinasafn

Desember 2022

FÁLKAORÐAN

Í ellinni er upphefð góð, hjá elítunnar kálfum, Fálkaorðuna fær þá stóð, úthlutað sér sjálfum.

„Hatrið“ á lýðræðinu og ástin á Evrópusambandinu

Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
HVER VILL SVARA FYRST?

HVER VILL SVARA FYRST?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.12.22. Reglulega erum við minnt á mikilvægi þess að standa vörð um „vestræn gildi“. Svo mikils virði séu þau, okkur svo dýrmæt, að allt sé til vinnandi að vaðrveita þau. Þurfi til þess að heyja stríð þá verði svo að vera. Látum það síðastnefnda liggja á milli hluta að sinni þótt röksemdafærslan sé ...

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER SKAÐRÆÐISSKEPNA - STÓRHÆTTULEGT ÁFENGISLAGAFRUMVARP

Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...
BREIÐFIRÐINGAKÓRINN SYNGUR INN JÓLIN

BREIÐFIRÐINGAKÓRINN SYNGUR INN JÓLIN

Ef ég fæ því komið við læt ég mig ekki vanta á jólatónleika Breiðfirðingakórsins. Og á sunndudag fékk ég því einmitt komið við að sækja tónleikana þetta árið. Stundin var yndisleg, allt frá því að   Gleðileg jól   Händels með texta Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka hljómaði í Fella- og Hólakirkju þar sem tónleikarnir fóru fram og þar til allir tóku undir með kórnum í ljóðlínum Sveinbjörns Egilssonar í   Heims um ból.   Inn á milli voru ein átján lög,   Ave maría   Kaldalóns að sjálfsögðu ...

„Woke“ er fasískt - Hugleiðingar um bók Simon Elmer, „The Road to Fascism"

...  Elmer fullyrðir að vestræn samfélög stefni nú hratt í átt að fasísku alræði, þróun sem fjórða iðnbyltingin geri mögulega og sé drifin áfram af auðhringum og skrifræðisvaldi. Eftir fall Sovétríkjanna höfum við orðið ómeðvituð um hætturnar af alræði sem á sér uppruna hægra megin við miðju ...

VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna. Nýverið varð viðsnúningur ...
HJÁ KRISTJÁNI Á SPRENGISANDI

HJÁ KRISTJÁNI Á SPRENGISANDI

Í morgun þáði ég gott boð Kristján Kristjánssonar stjórnanda fréttaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni þar sem lagt var út af bók minni  Rauða þræðinum . Farið var vítt og breitt um sviðið eins og heyra má hér ...
HVAÐ EF ... ?

HVAÐ EF ... ?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.12.22. Þannig spyr Valur Gunnarsson rithöfundur og blaðamaður, landkönnuður liggur mér við að kalla hann í því hlutverki því að víða hefur hann farið á undanförnum árum, einkum í Austurvegi, fyrrum Sovétlýðveldunum, og kynnt sér aðstæður fólks þar um slóðir í nánast nýjum heimi eftir fall Sovétríkjanna. En hvað ef hvað? Spurninguna í heiti nýútkominnar bókar Vals á augljóslega eftir að bera fram til fulls ... 

DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og  tóbaki er víða úthýst [i] , m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...