Fara í efni

Greinasafn

Ágúst 2021

LOFORÐAVERTÍÐIN BYRJUÐ

Nú kjörtímabilið er klárlega búið kófsveittir akta á bæði borð En samstarfið var jú lélegt og lúið lítið heyrðust trúverðug orð. Í frjálshyggjunni ei frelsi sést flokksmenn snúa til varna En væri ekki lang lang best að leiða í burtu Bjarna? ... Höf. Pétur Hraunfjörð
MR. HADDOCK

MR. HADDOCK

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.08.21. Stórlega efast ég um að nokkur maður beri þetta nafn í hinum enskumælandi heimi. Sú var þó tíðin að maður nokkur á Englandi bar þetta nafn, herra Ýsa. Í huga Íslendinga sem komnir eru til ára sinna var þetta þó enginn einhver, heldur sjálfur Austin Mitchell þingmaður Verkamannaflokksins í Grimsby í áratugi og svo mikill Íslandsvinur að ástæða þótti til að ...
ÁNÆGJULEG TÍÐINDI ÚR UMHVERFISRÁÐUNEYTI

ÁNÆGJULEG TÍÐINDI ÚR UMHVERFISRÁÐUNEYTI

Alþingi samþykkti í vor þingsályktun þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra var falið að gangast fyrir rannsókn á umfangi mengunar í jarðvegi og grunnvatni á Heiðarfjalli á Langanesi og gera tímasetta áætlun um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum á svæðinu.  Í frétt frá ráðuneytinu í gær kemur fram að þessi vinna sé hafin eða í þann veginn að hefjast og er það vel. Bandarísk herstöð var á Heiðarfjalli á árunum ...
HVERS LENSK ERU FISKELDISFYRIRTÆKIN?

HVERS LENSK ERU FISKELDISFYRIRTÆKIN?

... Eru fiskeldisfyrirtækin sem starfa á Vestfjörðum og Austfjörðum vestfirsk og austfirsk eða eru þau norsk? Meirihlutaeign er í eigu Noðrmanna, fyrirtækin eru skráð í kauphöllinni í Osló en kvíar og sláturhús eru á Íslandi. Morgunblaðið segir að þau séu vestfirsk og austfirsk. Er Chicquita bananar þá guatemalskt fyrirtæki? Þetta er varla verra en hvað annað til umhugsunar með ...
INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR MINNST

INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR MINNST

Í dag fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík útför Ingibjargar Björnsdóttur frænku minnar. Fjöldi minningargreina biritst um Ingbjörgu í Morgunblaðinu í dag frá fjölskyldu hennar og samferðafólki og s éra Hjálmar Jónsson flutti falleg minningarorð í kirkjunni. Eftirmælin báru öll vott um væntumþykju og eftirsjá og þótti mér þau vera góður spegill á mikla mannkostamanneskju.  Frá 17.júlí árið 1998 hefur myndin hér að ofan staðið á litlu myndaborði á heimili mínu. Þess vegna er hún orðin svolítið upplituð af sólarljósinu sem á hana hefur skinið í tæpan aldarfjórðung.  Þann dag ...
LIFÐU NÚNA

LIFÐU NÚNA

Vefsíðan Lifðu núna   hvetur okkur sem erum komin af barnsaldri að gera einmitt þetta, lifa lífinu núna. Á síðunni, sem er bráðgóð, koma ellismellir fram og segja frá því sem á daga þeirra drífur og hvað það er sem einkum heilli þá. Í vikunni var ég spurður hver væri minn uppáhaldsstaður á Íslandi og nefndi ég Þingvelli og reyndi að færa fyrir því rök. Brá mér síðan til Þingvalla til að fá staðfestingu á því innra með mér að valið væri rétt. Félagsskapurinn gat ekki verið betri, tvær dætradætur ...
LANDAMÆRI REIKNILISTAR OG STJÓRNMÁLA

LANDAMÆRI REIKNILISTAR OG STJÓRNMÁLA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.08.21. Gunnar heitinn Birgisson kom víða við á allt of stuttum lífsferli sínum. Hann var bæjarstjóri, alþingismaður og verktaki og fleiri störfum gegndi hann um dagana. Hann var atkvæðamikill hvar sem hann fór. Þegar verktakinn GB lagði í framkvæmd allan sinn þunga, sem var talsverður, þá máttu menn vita að undan honum gengi. Á vettvangi stjórnmálanna tók hann ...

JÁ NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ

Nú sósíalistar setjast á þing Sjálfstæðis flokks að gæta Með alþýðu nú Nallann syng úr neyðinni vaskir bæta. Hér svik og lygi sitt á hvað sjáum nú alla daga í September við sjáum það hverjir sultarkjörin laga. Í lífsins skóla lærði fljótt að loforð frambjóðenda Lifðu alls ekki eina nótt á lygina vildi benda. ... Höf. Pétur Hraunfjörð