Fara í efni

Greinasafn

Febrúar 2007

AUGLÝSIR EFTIR UMRÆÐU UM MENNINGARPÓLITÍK

AUGLÝSIR EFTIR UMRÆÐU UM MENNINGARPÓLITÍK

Í gær birtist í Blaðinu mjög athyglisvert viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Ólaf Kvaran, fráfarandi forstöðumann Listasafns Íslands.

REIÐUR UNGUR MAÐUR SKRIFAR UM TRÚFRELSI

Jón Torfason skrifar yfirlætisfulla grein hér á heimasíðu þinni Ögmundur um aðskilnað ríkis og kirkju. Þar skiptir hann fylgismönnum aðskilnaðar ríkis og kirkju innan VG í tvo flokka, annars vegar "Þingeyinga" sem berjast gegn afturhaldssemi kirkjunnar og hins vegar reitt ungt fólk.

KÁTT ER Í BANKARANNINUM

 Að gefnu tilefni datt mér í hug að breyta frægri vísu eftir Stefán Jónsson. Þá lítur hún svona út: Bjarni karlinn kaupir og selur.Kátt er í banka-ranninum. Þar eru á ferli úlfur og melur í einum og sama manninum. Kveðja,Kristján Hreinsson, skáld p.s.Fyrir þá sem ekki vita: . (Melur er hér í merkingunni eyðsluseggur - bölvaður melurinn)..   

VERJUM TJÁNINGARFRELSIÐ

Sæll Ögmundur. Sé í pistli frá þér um aðför við tjáningafrelsið að þú ferð mikinn á móti þeim sem eru ekki sammála því ágæta fólki sem barðist gegn klámráðstefnunni.

UM MUNINN Á ALMANNAHAG OG HAGSMUNUM GOSDRYKKJAFRAMLEIÐENDA

Sæll Ögmundur.Þakka þér fyrir greinina um fátæktina í Morgunblaðinu á dögunum og fyrir athyglina sem þú hefur vakið á að með breytingu á virðisaukaskattinum sé veruleg hætta á að stuðla verði að frekari óhollustu.

ENDURHÆFUM MANNESKJURNAR, EKKI BARA NÁTTÚRUNA !

Verkefnalistinn okkar: Margar góðar áætlanir eru á endurhæfingu náttúru landsins svo og velferðarmála. En ég hefi ekki komið auga á tillögur til úrbóta vegna fíkniefna og meðferðarmála.

HÆGRIHYGGJA VARAFORMANNS SAMFYLKINGARINNAR

Furðulegt er að ríkisstjórnin skuli hafa að engu tilmæli Lýðheilsustöðvar sem mæltist til þess að gosdrykkir og sykraðir drykkir yrðu ekki lækkaðir í verði nú um mánaðamótin eins og önnur matvara.

VARAFORMAÐUR SKLIGREINIR BANDAMENN SAMFYLKINGARINNAR!

Ágúst Ólafur Ágústsson fagnar því í á heimasíðu sinni í dag að ágreiningur skuli vera á milli VG og Samfylkingarinnar í skattlagningu á gosi.
MORGUNSTUND GEFUR GULL Í MUND

MORGUNSTUND GEFUR GULL Í MUND

Í gærmorgun gerði Bjarni Ármannsson ágæt viðskipti sem hann hagnaðist bærilega á. Mbl.is sagði hæversklega frá undir fyrirsögninni "Bjarni Ármannsson kaupir og selur."Fréttin var þessi: "Fyrir opnun markaða í dag nýtti Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitni, rétt sinn samkvæmt kaupréttarsamningi dagsettum 1.3.2002 við bankann um að kaupa 15 milljón hluti í Glitni á verðinu 2,81 og seldi bankanum aftur á verðinu 28,2.
SKIPTIR MANNELDISSTEFNA STJÓRNVÖLD ENGU MÁLI?

SKIPTIR MANNELDISSTEFNA STJÓRNVÖLD ENGU MÁLI?

Ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að öllum sé sama þótt Alþingi samþykki skattabreytingar þvert á ráðleggingar Lýðheilsustöðvar, stofnunar sem sett var á laggirnar til að ráðleggja stjórnvöldum, þar með talið löggjafanum í manneldismálum.