Fara í efni

Greinasafn

Nóvember 1995

Slysavarnafélag Íslands talar

Birtist í Mbl Að undanförnu hefur spunnist umræða í fjölmiðlum hvernig staðið skuli að neyðarsímsvörun í landinu og hef ég látið í ljós þá skoðun mína að ég telji ekki rétt að fela fyrirtækjum á markaði eða öðrum aðilum sem ekki heyra undir stjórnsýslulög eignarvald yfir svo viðkvæmri þjónustu sem hér er um að ræða.

Neyðarþjónusta á villigötum

Bitist í Mbl Fyrr á þessu ári voru sett lög um að samræma símsvörun neyðarþjónustu landsmanna. Þetta er þarft framfaramál og ætti að geta orðið til þess að stuðla að markvissari vinnubrögðum, auka öryggi og jafnvel draga úr kostnaði ef rétt er að málum staðið.

Neyðarlínan hf.

Birtist í Mbl Um áramótin verður tekið í notkun nýtt númer fyrir neyðarþjónustu í landinu. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðinn febrúar er gert ráð fyrir því að þeir sem sinna öryggisþjónustu og björgunarstarfi í landinu geti átt aðild að sérstakri vaktstöð sem komið yrði upp en þaðan verði síðan beint beiðnum um aðstoð, hvort sem um er að ræða slys eða afbrot, til hlutaðeigandi aðila.