Fara í efni

Greinasafn

Október 2022

KÆRLEIKSBLÓM OG ILLGRESI

Aflóga gömul geymsla á útlægum íslenskum börnum, síðar ellihæli sem líka þurfti með valdboði að loka vegna ills aðbúnaðar vistmanna, Kumbarvogur er nafnið. Útkamrar einkenna skrifstofukompur við Borgartún í Reykjavík, sem óhæfar teljast sem bústaður manna. Illa haldin iðnaðarpláss og skemmur hér og þar, jafnvel gamlar verbúðir ...

UM MEINT FORYSTUGEN OG VAXTAOKUR

Gulli sækir að Bjarna Ben með baráttu og læti Segist með sérstakt gen sem forystuna bæti. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...   Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd  Bennio Rosso   „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...
HUGLEIÐINGAR UM ILMINN AF LÍFINU

HUGLEIÐINGAR UM ILMINN AF LÍFINU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22/23.10.22....  En það eru augnablikin í hinu daglega lífi sem ég er að leita að og þar leita ég mörgum hæðum neðar þessari fullsælu. Svarið við spurningu minni fann ég í dagblaði fyrir nokkrum árum. Hver eru bestu augnablikin í þínu daglega lífi var spurt.   Og eitt svarið þótti mér óborganlegt. Það var á þessa leið ...

Hvers vegna skiptir sjálfstæði máli fyrir ríki og þjóðir?

...  Fólk getur t.a.m. stundum valið um „trúleysi“ eða að rækta ákveðna trú [trúfrelsi], að leggja deilumál sín fyrir dómstóla, hvar það vill búa [eða flytja til annars ríkis] o.s.frv. Með öðrum orðum, fólk hefur þá, að minnsta kosti að nafninu til, mannréttindi [margir njóta þó engra mannréttinda].  Eðlilegt þykir að fólk beiti þessum réttindum sjálft enda ganga þekktar kenningar [náttúruréttur] í heimspeki út frá því að fólk fæðist með ákveðin réttindi sem ekki verði af því tekin. Greinarhöfundur þekkir engin dæmi þess að fólk vilji framselja mannréttindi sín til annara ...

"BARÁTTA MÍN" - kynnt til þjóðverndar, siðverndar

...  Bráðum er öld síðan ritlingur kom út sem kallaðist “ Barátta Mín”. Höfundur heimskur dóni, en safnaði saman mörgum mannfræðifrösum síns tíma , sem gildi höfðu þá, og upp reis þekkt bylgja mannhaturs. Svipaðrar bylgju gætir nú víða um Evrópulönd, hennar gætir á Íslandi. Vel kynjuðu, rétt trúuðu, rétt lituðu, vel menntuðu stríðsflóttafólki skal boðið velkomið hæli á siðprúða Íslandi. Útkastið , eftir rannsóknir í lokuðum gæslubúðum skal gert að éta það sem úti frýs  ...
FÓLK SEM ANDÆFIR RITSKOÐUN OG STYÐUR FRJÁLSA FJÖLMIÐLUN

FÓLK SEM ANDÆFIR RITSKOÐUN OG STYÐUR FRJÁLSA FJÖLMIÐLUN

Ég held það hafi verið á fimmtudagkvöld að Berta Finnbogadóttir hreyfði þeirri hugmynd að við færum að dæmi Breta og söfnuðumst saman við þinghús okkar í hádeginu í dag til að leggja áherslu á kröfu um að bresk stjórnvöld falli frá því að senda Julian Assange, stofnanda Wikileaks upplýsinga- og fréttaveitunnar, til Bandaríkjanna en þar yrðu bornar á hann sakir sem myndu kalla yfir hann 175 ára fangelsdóm ...
HVERNIG Á AÐ TRYGGJA FRIÐINN?

HVERNIG Á AÐ TRYGGJA FRIÐINN?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.10.22. Með réttlæti svarar utanríkisráðherra Íslands og segir heill mannkyns ráðast af því að sigrast á Rússum í Úkraínu. Svo mæltist ráðherra á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. En svo má ekki gleyma hinu að við fyrirfinnumst líka, og fer að ég hygg ört fjölgandi, sem þykir þetta vera varasöm nálgun. Í Úkraínu heyr NATÓ nú stríð við ...
SAMSTAÐA VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ KLUKKAN  12 Á LAUGARDAG TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE OG WIKILEAKS: VERJUM…

SAMSTAÐA VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ KLUKKAN 12 Á LAUGARDAG TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE OG WIKILEAKS: VERJUM FRJÁLSA FRÉTTAMENNSKU!

Efnt verður til samstöðu við Alþingishúsið í hádeginu laugrdaginn 8. október á milli klukkan tólf og eitt til þess að krefjast þess að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði þegar í stað látinn laus úr fangelsi í Bretlandi og að fallið verði frá því að framselja hann til Bandaríkjanna. Þar yrðu honum birtar ákærur sem varða fangelsisvist til æviloka ...