Fara í efni

Greinasafn

Janúar 2005

SIÐLEYSI VINSTRI MANNA

Mér gengur erfiðlega að skilja siðfræði hægri manna. Raunar hef ég aldrei skilið hvernig einstaklingshyggja geti verið hugsjón.
NÝR FRÉTTASKÝRANDI Á RÍKISÚTVARPINU?

NÝR FRÉTTASKÝRANDI Á RÍKISÚTVARPINU?

Auðvitað á að dæma menn af verkum þeirra en ekki merkimiðum sem á þá eru hengdir eða þeir hengja á sjálfa sig.

FLÍSIN OG BJÁLKINN/íRAK

Robert Marshall fréttamaður Stöðvar 2 var einn þeirra þúsunda Íslendinga sem veltu fyrir sér hvers vegna yfirvofandi stuðningsákvörðun Íslands við Íraksinnrás var ekki kynnt á ríkisstjórnarfundi í þann mund sem tveir ráðherra kynntu hana Bandaríkjamönnum.

STÓRT OG LÍTIÐ

Sæll Ögmundur.Sé þú ert að fjalla um mistökin sem gerð voru á Stöð 2 þegar fréttamaður taldi sig vera með upplýsingar í höndunum sem sönnuðu að forsætisráðherra væri ósannindamaður.

NEYÐARFUNDUR Í FRAMSÓKN

Í fréttum í dag kemur fram að Framsóknarmaddömurnar hafi verið á súpufundi á Hótel Borg. Rætt var um þann alvarlega atburð að 43 nýir félagar gengu í flokkinn.
ERU EKKI ALLIR SÁTTIR NÚNA?

ERU EKKI ALLIR SÁTTIR NÚNA?

Málflutningur Framsóknarflokksins vekur sífellt meiri furðu hjá öllum þeim sem fylgjast með framgöngu hans. Ekki er nóg með að formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, sé ein hrópandi mótsögn við sjálfan sig nánast frá degi til dags, heldur er Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og bankamálaráðherra, ekki síðri formanninum í að tefla sjáfri sér upp í mótsögn við sjálfa sig.

Vinstri grænn af öfund?

Mikil drift og hugmyndaauðgi hefur einkennt ráðherratíð framsóknarkonunnar Valgerðar Sverrisdóttur. Ég vil einungis tína til fáein dæmi þessu til sönnunar.Af miklum rausnarskap gaf hún dugmiklum einstaklingum Landsbankann með húð og hári við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.
SIÐFRÆÐI MARKAÐSSINNA OG RÁÐHERRANN HAMINGJUSAMI

SIÐFRÆÐI MARKAÐSSINNA OG RÁÐHERRANN HAMINGJUSAMI

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segir rangt að fyrirtæki eins og Landsvirkjun niðurgreiði rafmagnsnotkun landsmanna.
ÓVÆGIN FRAMSÓKN – GAGNVART ÖÐRUM EN FRAMSÓKN

ÓVÆGIN FRAMSÓKN – GAGNVART ÖÐRUM EN FRAMSÓKN

Framóknarflokkurinn á í erfiðleikum. Sjaldan hefur það komið eins vel fram og í dag. Stöð 2 gerði mistök í fréttaflutningi sínum varðandi tímasetninguna á því hvenær (ekki hvort) Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson komu Íslendingum á lista yfir þjóðir, sem lýstu vilja til að styðja innrás í Írak gegn vilja Sameinuðu þjóðanna.

"Ekkert þras við Geira gas/ Ekkert mas við vændiskonu ..........."

Þetta segir í gömlum vísuhelmingi og gæti verið í stíl við umkvartanir forsætisráðherrans Halldórs Ásgrímssonar um þessar mundir.