29.07.2010
Ögmundur Jónasson
Í bréfi til síðunnar vekur Ólína athygli á grein eftir Styrmi Gunnarsson, fyrrum Morgunblaðsritstjóra sem birtist í Sunnudags-Mogga um síðustu helgi undir fyrirsögninni Magmadeilan snýst um grundvallaratriði.. Ólína tengir umfjöllun Styrmis uppgjöri hans við liðinn tíma og beinir þeirri spurningu til mín hvort í viðhorfum hans kunni að leynast vegvísir til uppgjörs í flokkakerfinu sem og „í siðferði atvinnulífsins." . Þessu er til að svara að ég tel það markverðast við uppgjör Styrmis Gunnarssonar hve framtíðarmiðað það er.