Fara í efni

Greinasafn

2019

VIÐ KVEIKJUM ELD – NATÓ KOLEFNISJAFNI

VIÐ KVEIKJUM ELD – NATÓ KOLEFNISJAFNI

Senn líður að því að við sprengjum út gamla árið. Ég sendi nokkra flugelda í loftið. Kaupi þá hjá Landsbjörg svo gagn og gaman fari saman. Svo loga brennur, kátt þær brenni. En hvað með kolefnisjöfnun? Þar er auðfundið ráð. Ríkisstjórnin segist litlu geta ráðið í NATÓ en þessu getur hún þó ráðið ef hún á annað borð vill: Hún getur ...

BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016.  Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér  ...

ÁRAMÓTIN

Nú er árið næstum allt Nú má hafa gaman Nú fá allir mikið malt Nú má drekka saman. Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÞANNIG VERÐA JÓLIN GLEÐILEG

ÞANNIG VERÐA JÓLIN GLEÐILEG

Á Þorláksmessu fór ég út í búð að versla. Þar hitti ég gamlan samferðarmann og vin. Hann dvelst langdvölum erlendis en stingur niður fæti hér um jólin. Hann spurði um pólitíkina á Íslandi. Ég sagði að hér væri lítil pólitík. Alltof lítil pólitík, því miður. Hann sagði:   Hér er þó ekki allt illt. Ég fór í bókabúð og sá að verið er að gefa út fimmtíu, sextíu nýjar bækur, gott ef ekki tuttugu eða þrjátíu ljóðabækur.  Ég horfði á viðmælanda minn þögull og  ...

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR TIL YKKAR ALLRA

Sendi því hérna lítið ljóð líður að ári nýju. Við hvort annað verið góð virkið ást og hlýju. Höf. Pétur Hraunfjörð.
GAGNSÆI EÐA HNÝSNI?

GAGNSÆI EÐA HNÝSNI?

Birtist í Fréttablaðinu 23.12.19. Auglýst hefur verið starf útvarpsstjóra. Umsóknir nema tugum. Fjölmiðlar velta vöngum, vel meðvitaðir um að tal og skrif um kost og löst á fólki er vinsælt umfjöllunarefni; hægt að gera sér mat úr slíku lengi vel. En stjórn Ríkisútvarpsins eyðileggur þennan leik og vill leggja það í mat umsækjenda sjálfra hvort nöfn þeirra skuli birt. Þá er okkur sagt að ...
TIL HJÁLPAR Í NAMIBÍU – TIL TILBREYTINGAR

TIL HJÁLPAR Í NAMIBÍU – TIL TILBREYTINGAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.12.19. og í Morgunblaðinu 23.2019. Rauði kross Íslands hefur ákveðið að efna til söfnunarátaks vegna neyðar af völdum þurrka og skógarelda í Namibíu. Af þessu tilefni lögðu margir við hlustir. Kannski vegna þess að í ljós hefur komið að Íslendingar hafa verið að skrifa sögu sína í því landi á sambærilegan hátt og nýlenduríki Evrópu skrásettu sína sögu með gjörðum sínum, einkum á nítjándu og tuttugustu öldinni, en einnig fyrir þann tíma og síðar, allt fram á okkar dag, um alla Afríku, víða í Asíu og Rómönsku Ameríku. Á nú að næla sér í syndaaflausn? Þetta voru ...
ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var  birtur   þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka   1 og 2 . Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...
GÓÐAR FRÉTTIR ÚR HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI

GÓÐAR FRÉTTIR ÚR HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, var enn eina ferðina boðberi góðra tíðinda í dag þegar hún kynnti lækkun komugjalda í heilsugæslunni og aukinn stuðning við ýmsa hópa sjúklinga. Ráðherrann lét þess getið að stefnt væri að gjaldfrírri heilsugæslu á árinu 2021. Þessi vegferð hefur áður verið boðuð og má þar visa í sambærileg skref fyrir réttu ári. Sjá hér...
FRAMFÖR Í MANNRÉTTINDAMÁLUM Á ÍSLANDI

FRAMFÖR Í MANNRÉTTINDAMÁLUM Á ÍSLANDI

Birtist í Morgunblaðinu 17.12.19. Á desemberfundi ECRI nefndar Evrópuráðsins voru rædd þau skref sem Ísland hefur stigið til að mæta ábendingum nefndarinnar sem settar höfðu verið fram í skýrslu um Ísland í febrúar 2017.  ECRI er skammstöfun á ensku heiti nefndarinnar, European Commission against Racism and Intolerance, það er, nefnd sem beitir sér gegn kynþáttahatri og umburðarleysi.   ECRI nefndin hefur þann hátt á að ...