Fara í efni

Greinasafn

2019

FYRST GÁFU RÍKISSTJÓRN OG ALÞINGI FYRIR MARKIÐ …

FYRST GÁFU RÍKISSTJÓRN OG ALÞINGI FYRIR MARKIÐ …

...  Þegar er “markaðurinn” að taka við sér. Samtök iðnaðarains hafa hvatt til þess að hraða því að Landsvirkjun verði bútuð niður í anda þessarar samkeppnisstefnu og framsýnir fjárgróðamenn leita nú allra ráða til að þræða upp virkjunarkosti, stóra og smáa. Þannig var nú um helgina auglýst eftir jörðum sem bjóða upp á smávirkjanir. Fjárfestar, erlendir og innlendir hafa þegar hafið umtalsverð kaup a slíkum jörðum. Margt hefur verið gert til að reyna að vekja stjórnvöld til ábyrgðar og að standa vörð um almannahag. Hvert árið er hins vegar látið líða en okkur sagt að ...
McCARTHYISMI Á NÝ - NÚ MEÐ AÐSTOÐ FRÁ ÍSLANDI!

McCARTHYISMI Á NÝ - NÚ MEÐ AÐSTOÐ FRÁ ÍSLANDI!

...  Og ríkisstjórn Íslands sem fyrr á þessu ári aðstoðaði bandarísk yfirvöld við “rannsókn” á þessu máli í anda McCarthyismans sagði að orð væri ekki á því gerandi,   um væri að ræða lögreglurannsókn sem stjórnmálin ættu ekki að skipta sér af!!! Þetta er fráleit útlegging. Ofsóknirnar á hendur Juian Assange eru eingöngu pólitískar og þau sem ljá þeim stuðning eru samsek. Ég mælist til þess að allir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands og þingmenn á Alþingi lesi eftirfarandi pistil eftir Craig Murray, fyrrum sendiherra í utanríkisþjónustu Breta, um “réttarhöldin” yfir Julian Assange ...  
TVÆR STÉTTIR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU

TVÆR STÉTTIR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/27.10.19. Nýlega átti ég samtal við mikils metinn lögspeking. Sá er vel að sér í fræðunum og þekkir einnig refilstigu þjóðfélagskerfa og þankagang sem þar er í tísku hverju sinni. Til tals kom úrskurður Mannréttindadómstólsins í Strassborg á dögunum um skipan dómara í Landsrétt sem íslensk stjórnvöld hafa nú áfrýjað. Viðmælandi minn sagðist handviss um að niðurstaðan yrði óbreytt ... Þú verður að skilja, sagði hann, að málið snýst ekki um hvað stendur nákvæmlega í  ...
ENN SJÁUM VIÐ SPÓA

ENN SJÁUM VIÐ SPÓA

... Við munum hafa skuldbundið okkur til að vera ábyrg fyrir einum 25 tegundum fugla þar sem Ísland sjái þeim fyrir varpstöðvum að uppistöðu til. Slíkt ábyrgðarhlutverk myndist ef um fimmtungur Evrópustofns viðkomandi tegundar heldur til hér á landi. Aðallega eru þetta sjófuglar en einnig mófuglar. Í umfjöllun á mbl. er vísað í orð Ólafs Níelsen, líffræðings um þetta efni. Þar segir m.a.:...
LYGAFRÉTTIR UM EFNAVOPNA-ÁRÁS AFHJÚPAÐAR

LYGAFRÉTTIR UM EFNAVOPNA-ÁRÁS AFHJÚPAÐAR

Hinn 14. apríl í fyrra gerðu Bandaríkin, Bretland og Frakkland - undir merkjum NATÓ - eldflaugaárás á Sýrland til að hefna meintrar efnavopnaárásar Sýrlandsstjórnar á eigin þegna viku áður.  Fljótlega kom á daginn að málatilbúnaður NATÓ byggði á uppspuna.   Enn er verið að rannsaka málið en nú bregður svo við að vitni sem leidd voru fram í vestrænum fjölmiðlum á sínum tíma, mállaus og óafvitandi um aðstæður, eru ekki tekin lengur alvarlega hjá sömu fjölmiðlum þegar þau hafa fengið málið og séð hvernig þau voru misnotuð til að spinna upp lygavef ...  

TARZAN TÓK Á REGLUGERÐUNUM

Heltekinn var og í höndum gnast, hörkuna vart munum slíka. Tarzan á búnkanum tók svo fast, að tætarinn brotnaði líka. Kári

ERTU SAMMÁLA VG UM SAMKEPPNISSTOFNUN ÖGMUNDUR?

Í grein þinni um Tarzan og Jane segist þú ekki ætla   “að mæta í útför Samkeppnisstofnunar – fari hún fram; þeirrar stofnunar sem sektaði Bændasamtökin fyrir að hafa stuðlað að ólöglegu samráði bænda með því að skapa þeim vettvang á þingi sínu að ræða verðlag landbúnaðarvara! Enda Samkeppnisstofnun alla tíð sérstaklega uppsigað við allt sem minnir á samvinnu og samvinnurekstur. Gott ef sektin nam ekki þrjátíu milljónum króna ...”  Þarna er ég þér sammála Ögmundur. En nú gerist það – eins og við var að búast (því miður) - að VG ... Jóhannes Gr.   Jónsson
HVERT SÆKJA TARZAN OG JANE ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA FYRIRMYNDIR?

HVERT SÆKJA TARZAN OG JANE ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA FYRIRMYNDIR?

  ... Kristján Þór sagði þær vera yfir þúsund reglugerðirnar sem nú færu á haugana og gott ef þær höfðu ekki verið viktaðar, væntanlega upp á seinni tíma samanburð. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt okkur frá sinni pólitísku sýn, að hlutverk sitt væri að “passa að að ríkið sé ekki fyrir.” Enda væru umsvif hins opinbera “kæfandi” og “skila engu.” Við sem héldum að stjórnmálamenn væru kosnir til að hafa uppbyggjandi áhrif ...

AFREGLUN - ALÞINGI ÓÞARFT?

Eyðileggjum innlend lög, Íslands blómstri klíka. Kristján finnur keðjusög, klippur held ég líka. ... Kári
ÞJÓÐIN GÆTI HÓFS Í VEIKINDUM

ÞJÓÐIN GÆTI HÓFS Í VEIKINDUM

Stjórnmálamenn gagnrýna stjórnendur Landspítalans fyrir að halda sig ekki innan fjárlaga. Ekki er annað að heyra en að þeim finnist reiði sín vera réttlát. Meira að segja svo mjög að þeim sé óhætt að setja svoldinn hneykslunartón í orð sín. Muna greinilega ekki að sjálfir hafa þeir hækkað fjárframlög til eigin starfsliðs um mörg hundruð milljónir. Þá voru allir þingmenn sammála. Enginn hallarekstur á Alþingi. Fjölmiðlafólk tekur við boltanum frá þingmönnum og ...