Fara í efni

Greinasafn

Nóvember 2022

DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og  tóbaki er víða úthýst [i] , m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...
HÖRÐUR VILJHJÁLMSSON KVADDUR

HÖRÐUR VILJHJÁLMSSON KVADDUR

Minningarstundin í Garðakirkju á Álftanesi þriðjudaginn tuttugasta og annan nóvember síðastliðinn var í fullkomnu samræmi við þann mann sem þar var minnst. Þetta var Hörður Vilhjálmsson, fyrrum fjármálastjóri Ríkisútvarpsins með meiru. Reyndar mörgu meiru því hann átti ...
JÓNATANS MINNST

JÓNATANS MINNST

Fáir held ég að hafi fagnað stofnun Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs árið 1999 jafn innilega og fölskvalaust og Jónatan Stefánsson. Margoft hafði hann á orði hvílík frelsun það væri að þurfa ekki að ganga með sínum gamla flokki, Alþýðubandalaginu, inn í eitthvert kratasamsull. Það hefði aldrei verið hægt að treysta ...

AÐ LOFA EIGIÐ ÁGÆTI

Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.

ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [l ex applicabilis] . Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni. Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

SJÁUM HVAÐ SETUR

Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
LEYFIST AÐ SPYRJA UM LEIÐTOGA?

LEYFIST AÐ SPYRJA UM LEIÐTOGA?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.11.22. ... Leiðtogahyggjan hefur heldur verið að styrkjast á undanförnum árum og þá á kostnað þess lýðræðis sem við viljum held ég flest sjá, nefnilega frelsi til skoðana og tjáningar, að almannavilji sé virtur, að stjórnmálamenn geri það sem þeir gefa sig út fyrir að vilja fyrir kosningar, að engum sé gert að vera sauður í hjörð. Nýlokið er enn einni ráðstefnu kvenleiðtoga í Reykjavík. Þessar ráðstefnur ákváðu ríkisstjórn og Alþingi fyrir okkar hönd að ...

GJÖLDUM VARHUG VIÐ LYGUM STRÍÐSÆSINGAMANNA

... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
AFSTAÐA ÍSLANDS VERÐI AFDRÁTTARLAUS

AFSTAÐA ÍSLANDS VERÐI AFDRÁTTARLAUS

Fréttir herma að Rússar hafi skotið skotið eldflaug á Pólland. Bandarískur (!) embættismaður staðfestir að tveir Pólverjar hafi látist í árásinni. Pentogon í Washington segist vera að rannsaka málið. Neyðarfundur í NATÓ í uppsiglingu væntanlega að ræða hvað gera skuli á grundvelli samþykkta hernaðarbandalagsins: Árás á eitt jafngildi árás á önnur NATÓ ríki.  Íslenska utanríkisráðuneytið er sagt vera í viðbragðsstöðu.Til að gera hvað? Á þessari stundu er bara eitt að gera ...
JÓHANNESAR TÓMASSONAR MINNST

JÓHANNESAR TÓMASSONAR MINNST

Útför Jóhannesar Tómassonar fyrrum samstarfsmanns míns og vinar fór fram síðastliðinn föstudag. Margir hafa minnst Jóhannesr enda vinsæll maður, hlýr og hjálpsamur. Eftirfarandi eru minningarorð mín sem ...