Fara í efni

Greinasafn

Júní 2019

ÖSSUR YLJAR UM HJARTARÆTUR

ÖSSUR YLJAR UM HJARTARÆTUR

Ýmsu góðu hafa mörg íslensk fyrirtæki fengið áorkað um dagana – enda margir lagt hönd á plóginn. Óneitanlega hefur frumkvæði einstaklinga líka skipt miklu máli. Það á án nokkurs efa við um Össur Kristinsson sem setti á laggirnar Össur nafna sinn, fyrirtækið,  sem síðan hefur vaxið og dafnað, fyrst á Íslandi og svo um heiminn allan. Og framleiðslan er ekki eins og hver önnur neysluvara heldur ...

LÍTIÐ AÐ MARKA VINSTRI-GRÆNA!!!

Nú lifnar við gamli vaninn víst þekjum öll leiðina Kominn er helvítis kaninn aftur á Miðnesheiðnina.  Gáfnasvip hann Bjarni ber þó brösugleg sé slóðin Ég fljótlega mun forða mér fái ´ann þjóðarsjóðinn. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÞRÚGANDI ÞÖGN UM OFBELDIÐ Í PALESTÍNU

ÞRÚGANDI ÞÖGN UM OFBELDIÐ Í PALESTÍNU

...Pólitískar fangelsanir eru daglegt brauð og á það við um börn og unglinga auk fullorðins fólks.   Ég hvet alla til að kynna sér árasfjórðungsrit Addameer sem nálgast má hér ...  Hið skelfilega við framvinduna í Palestínu er þögn umheimsins . Eins og við þekkjum þá segir máltækið að þögn sé sama og samþykki. Sem betur fer er þögnin ekki alger.   Sveinn Rúnar Hauksson , læknir, hefur aldrei þagnað enda gerðu Palestínumenn hann að heiðursborgara í höfuðborginni Rammallah fyrir ekki svo ýkja löngu og   Björk Vilhelmsdóttir , fyrrum borgarfulltrúi ...
ENN UM WIKILEAKS OG UMRÆÐU UM HEIMSVALDASTEFNU

ENN UM WIKILEAKS OG UMRÆÐU UM HEIMSVALDASTEFNU

Talsverðar umræður hafa spunnist víðs vegar um heiminn um kröfu Bandaríkjamanna um að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna þar sem honum verði stefnt fyrir njósnir. Eins og fram hefur komið á hér á síðunni fór ég til London fyrr í mánuðinum til að sitja fyrir svörum hjá Press Association í London ásamt Kristni Hrafnssyni, ritstjóra Wikileaks og lögfræðingum Wikileaks, um málareksturinn á hendur honum. Þessu greindi ég frá ...  Í ofangreindri frásögn kom einnig fram að ég tók þar þátti í fundi ásamt fleirum undir yfirskriftinni  Imperialism on Trial ...
ÖRN ÞORVALDSSON ÁVARPAR NÁTTÚRUVERNDARFÓLK: ÍSLENDINGAR VAKNIÐ!

ÖRN ÞORVALDSSON ÁVARPAR NÁTTÚRUVERNDARFÓLK: ÍSLENDINGAR VAKNIÐ!

Bændablaðið hefur í seinni tíð vera einn kröftugasti fjölmiðill landsins. Bændablaðið er að vinna sér þann sess í hugum okkar margra að blaðið verði maður að lesa vilji maður fylgjast með því markverðasta sem fram kemur í þjóðmálaumræðunni.  Ritstjórnargreinar Bændablaðsins hafa verið afbragðsgóðar og sömuleiðis fréttaefni. Þá er að nefna greinar í blaðinu sem margar hverjar eru í senn fróðlegar og vekjandi. Ein slík birist í síðasta tölublaði og er eftir Örn Þorvaldsson, sem  ...
ÞANKAR UM MANNRÉTTINDI Í KJÖLFAR ECRI FUNDAR

ÞANKAR UM MANNRÉTTINDI Í KJÖLFAR ECRI FUNDAR

ECRI er skammstöfun fyrir þá nefnd Evrópuráðsins (ekki Evrópusambandsins) sem fjallar um kynþáttafordóma og umburðarleysi,  European Commission against Racism and Intolerance . Einn fulltrúi er frá hverju 47 aðildarríkja Evrópuráðsins og var ég skipaður fulltrúi Íslands sumarið 2017 og sat ég minn fyrsta fund í lok þess árs ... Á að leyfa trúarhópum að reka skóla á sínum vegum og sínum forsendum innan almenna skólakerfisins, þ.e. skóla kaþólikka, gyðinga, íslamska skóla og á þá ríkið jafnaframt að standa straum af kostnaði; á að leyfa klæðnað í skólum og þegar opinberum embættum er sinnt, sem endurspeglar trúarbrögð ...
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA VILL ÚT ÚR BRÁÐAMÓTTÖKUNNI

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA VILL ÚT ÚR BRÁÐAMÓTTÖKUNNI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22/23.06.19. Afstaða lækna til boðaðrar heilbrigðisstefnu virðist nokkuð ráðast af því hvar þeir eru starfandi. Afstsaða samtaka lækna er svo aftur varfærin, þeir vilja greinilega sem fæsta styggja og minna á veðurfræðinginn sem sagður var hafa spáð fyrir verslunarmannahelgi: “Gert er ráð fyrir breytilegu veðri - um allt land.“ Það sannleikskorn er í þessari aulafyndni að spá um slæmt veður um verslunarmannahelgi getur  ...

ÖGRUNARAÐGERÐIR GEGN ÍRAN SÝNA ALVÖRU BANDARÍKJANNA

„Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“   Þetta sagði Paul Wolfowitz þá vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (síðar varnarmálaráðherra) árið 1991 á fundi með Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO ...Sprengjum var skotið á tvö o líuskip á Persaflóa 13. júní, japanskt og norskt, og bandarísk stjórnvöld (og bresk, Ísraelsk, Sádísk m.m.) segja Írana hafa verið að verki. Núverandi átök Bandaríkjanna og Írans birta okkur ...

RÖKSEMDIN UM AÐ EKKI VERÐI VIKIÐ AF VEGINUM - LAUSNIN Á LÝÐRÆÐISVANDANUM

Hún hljómar sérkennilega „röksemdin“ um að orkupakkamálið hafið í raun verið afgreitt árið 2003. Þar er átt við innleiðingu „annars orkupakkans“ (aðra orkutilskipun ESB). „Rökin“ fela í sér að þar sem upphaf á einhverri vegferð hafi verið markað verði ekki af veginum vikið með nokkru móti. Sjónarmiðið lýsir ekki eingöngu mikilli  nauðhyggju   heldur og lítilli trú á það að hægt sé að endurskoða rangar ákvarðanir. Það má nefnilega færa mjög gild rök fyrir því að þessi vegferð hafi verið mistök, alveg frá upphafi og mistök ber að leiðrétta. En í stað þess að  ...

BIÐLISTINN UM RIDDARAKROSSONN

Ellina hér flestir fá og falla í kör Upphefð jú allir þrá að verða SÖR. Höf. Pétur Hraunfjörð.