Fara í efni

Greinasafn

Maí 2019

AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

Í morgun ávapaði ég fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta Menntaskólans í Reykjavík stúdentahópinn sem nú útskrifast. Ég var í góðum félagskap því Páll Bergþórsson ávarpaði fyrir hönd sjötíu og fimm ára stúdenta, eldhress enda ekki langt síðan hann vakti þjóðarathygli fyrir frækið fallhlífarstökk! Alltaf gaman að hlusta á Pál Bergþórsson. Eftirfarandi er mitt ávarp ...

ÁHRIF EVRÓPURÉTTAR Á RÉTT EINSTAKRA AÐILDARRÍKJA ESB

...  En í ljósi þess hvernig mál hafa þróast á umliðnum árum, þar sem Evrópusambandið hefur öðlast æ meira vald frá þjóðríkjunum, verður sú spurning sífellt áleitnari hvort ekki sé kominn tími til þess virkilega að hugsa þessi mál öll upp á nýtt. Sumir vilja „ganga alla leið“ - í Evrópusambandið. Það sýnist að mörgu leyti mun verri kostur nú en stundum áður. Fyrrum utanríkisráðherra ...

ÞINGRÆÐI GEGN ÞJÓÐAR-EFA

Þeir orkupakka leggja lið Þó landsmenn sýni efa Þingmenn leika ljótan sið Því landið vilja gefa. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

Hin langa umræða um markaðsvæðingu raforkunnar á Íslandi er ekki það versta sem hent hefur á Alþingi Íslendinga.  Þvert á móti er margt jákvætt við hana. Hún sver sig í langa hefð um andóf minnihluta á þingi gegn umdeildum lagafrumvörpum þingmeirihluta. Ég nefni ...

SYNDA-AFLAUSN Í BOÐI ICELANDAIR

Ég las Mogga-grein þína (sem birtist einnig á heimasíðu þinni) um synda-aflausn kolefnisjöfnunar. Fannst hún skemmtilegt grín eða þar til í dag að ég uppgötvaði að þetta er dauðans alvara. Ég sé nefnilega tilboð frá Icelandair um flugfar sem yrði gert umhverfisvænt með því að planta tré fyrir ferðalanginn. Með öðrum orðum, viðkomandi þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir því að menga þótt flugferðin sjálf mengaði. Sakirnar yrðu gerðar upp með kolefnisjöfnun! Niðurlagsorðin í  ... Jóel A.

EKKI ORÐALAUST

Steðjar að vandi og vá vitleysu eru að landa Orkupakka ei orðalaust fá Evrópu til handa. Höf. Pétur Hraunfjörð.

HVAÐ SKÝRIR STEFNU STJÓRNVALDA UM INNLEIÐINGU ÞRIÐJA ORKUPAKKANS?

Í ljósi þeirrar ofuráherslu sem stjórnarmeirihlutinn leggur á innleiðingu þriðja orkupakkans er mjög knýjandi að finna orsakir þess. Hér verður sett fram eftirfarandi tilgáta. Vinstri-græn leggja á það mikla áherslu að stóriðjan verði smám saman lögð niður en raforkan þess í stað seld í gegnum sæstrengi til Evrópu – sem græn raforka. Hugmyndin er þá sú að Landsvirkjun verði skipt upp, á næstu árum (og byggt á samkeppni í takti við þriðja orkupakkann) reistir verði vindmyllugarðar (í nafni grænnar orkuframleiðslu) og fjöldi smávirkjana reistur ...
MÓTMÆLASVELTI KÚRDA LOKIÐ MEÐ MIKILVÆGUM ÁRANGRI

MÓTMÆLASVELTI KÚRDA LOKIÐ MEÐ MIKILVÆGUM ÁRANGRI

Á sunnudag var tekin ákvörðun um að ljúka mótmælasvelti innan og utan tyrkneskra fangelsismúra til að krefjast þess að einangrun Öcalans, leiðtoga Kúrda, yrði rofin.   Hann hafði ekki fengið að hitta lögmenn sína í átta ár þegar heimild var veitt fyrir stuttum fundi 2. maí síðastliðinn.   Það nægði ekki til að nær sjö þúsund þátttakendur í mótmælasveltinu létu af mótmælunum en eftir að annar fundur var heimilaður 22. maí sl. barst afdráttarlaus áskorun frá Öcalan um að mótmælunum yrði hætt enda árangur náðst! Athyglisvert er að ...

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN: KJÖLFESTA Á 90 ÁR?

Árin liðinn æði mörg alþýða sleikir sárin Mættu fara fyrir björg eftir níutíu árinn. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÓGNAR KOLEFNISJÖFNUN NÁTTÚRU ÍSLANDS?

ÓGNAR KOLEFNISJÖFNUN NÁTTÚRU ÍSLANDS?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26. Orð dagsins er kolefnisjöfnun. Nú síðast hjá sjálfri þjóðkirkjunni. Í vikunni kom fram að hún ætlar að kolefnisjafna sjálfa sig eins og það heitir. Þetta er prýðilegt. Jákvæður vilji og svo umræðan um málefnið hefur án efa áhrif á breytni okkar til góðs. Það eru hinar stífu formúlur og kerfi sem hins vegar er ástæða til að gjalda varhug við. Siðareglur alþingismanna koma upp í hugann. Það sést strax og á að fara að beita þeim. En er þá umræðan um kolefnisjöfnun mikilvægari en jöfnunin sjálf? Umræðan er  ...