LANDSPÍTALINN MEÐ LAUNAFÓLKI EÐA STARFSMANNALEIGUM?
01.11.2007
Ágæt umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um starfsmannaleigur á Landspítalanum. DV reið á vaðið með ítarlegri frásögn af því hvernig Landspítalinn hefur, það sem af er þessu ári, varið næstum eitt hundrað milljónum til að greiða starfsfólki sem ráðið er í gegnum starfsmannaleigur.