Fara í efni

Greinasafn

Janúar 2022

UNDIR WOLFSANGELFÁNA: VINIR OKKAR Í ÚKRAÍNU

Það hefur verið makalaust að fylgjast með fréttaflutningi af ástandinu í Úkraínu. Deilan er máluð þannig að hún snúist nánast einvörðungu um yfirgang Rússa (Pútíns) og gefið er í skyn að allri mótstööu við valdhafa í Kænugarði sé handstýrt frá Kreml. Ekki er svo mikið sem tiplað á tánum í kringum tvö mjög mikilvæg smáatriði í kringum þennan fréttaflutning. Það fyrsta er það að andspyrnan gegn stjórnvöldum í Kænugarði er ekki í höndum fámenns liðs handbenda Moskvu, heldur er sá hópur innan Úkraínu sem er á móti stjórninni sem tók völdin í kjölfar EuroMaidan beinlínis stærri en þeir sem fylgja henni. Hin staðreyndin er sú að hersveitirnar sem stefna nú á stóráhlaup á austurhluta Úkraínu eru að ...
NEIL YOUNG OG JONI MITCHELL KREFJAST RITSKOÐUNAR

NEIL YOUNG OG JONI MITCHELL KREFJAST RITSKOÐUNAR

J oe Rogan heitir þáttastjórnandi á netveitunni Spotify. Nýlega fékk hann til sín sérfræðinga í hjarta- og smitsjúkdómum sem vöruðu við bólusetningu barna gegn Covid. Þetta sjónarmið heyrist frá fjölda sérfæðinga, meðal annars hér á landi, þótt ráðandi sjónarmið séu á annan veg.  Nú bregður svo við að þekktir listamenn sem eiga tónlist sem aðgengileg er á Spotify krefjast þess að hún verði fjarlægð af veitunni ef þáttastjórnandinn fái áfram að fara sínu fram. Það er ekki pláss fyrir okkur báða á Spotify, mig og Joe Rogan var haft eftir Neil Young.  Nú hefur það gerst að ...
ER AFNÁM 70 ÁRA REGLUNNAR RÉTTARBÓT?

ER AFNÁM 70 ÁRA REGLUNNAR RÉTTARBÓT?

... Reyndar er ekkert í núgildandi lögum sem bannar fólki eldra en sjötíu ára að starfa. Lagakvöðin snýr aðeins að því að við þessi aldursmörk skuli ljúka réttinum til fastráðningar.  Árin sem ég starfaði hjá BSRB bar þessi mál oft á góma og sýndist sitt hverjum. Eftir því sem ég hugsaði málið betur þótti mér engin réttarbót felast í því að afnema þessi aldursmörk þótt ég sjái að sjálfsögðu að á þessu eru kostir og gallar.  Þegar málið kom til umræðu á Alþingi árið 2020  ...

EGGERT SAMMÁLA MÉR, ÉG SAMMÁLA HONUM!

... Ástæða þess er jú sú, eins og hver heilvita maður sér ef hann hugsar rökrétt, að jaðar áhrifin af næstu krónu, milljón, milljörðum, nýtast mun betur þar sem virkileg mengun er eins og á Indlandi eða Kína heldur í okkar hreina og fallega landi.  Það er alveg galið að ætla að fara að setja allt þetta fjármagn í þessa hluti hér á Íslandi “til að vera með” þegar þessir hlutir eru í góðum málum hér á landi og hafa alltaf verið vegna þeirra vistvænu orkugjafa sem við höfum notað í tugi ára auk fámennis og víðernis. Það væri nær að nota þetta fjármagn í að hlúa að sjúkum og fátækum eða bæta menntakerfið ... Eggert
EKKI BEST Í HEIMI TAKK!

EKKI BEST Í HEIMI TAKK!

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29/30.02.22. ...  Nú á aftur að slá heimsmet. Okkur er sagt að Ísland skuli leiða heiminn til orkuskipta, verða fyrsta þjóð í heiminum sem búi við umhverfisvæna orku á öllum sviðum, til húshitunar, samgangna og við framleiðslu. Nú skuli öllu kostað til – enda framtíð heimsins í húfi að Íslendingar leggi línurnar. Og aftur er sagt, við höfum allt til alls, nánast óendanlega mengunarlausa orku til eigin nota og hugsanlega fyrir aðra líka, við megum ekki bregðast! Stjórnmálamenn sem varla hafa sýnt náttúrunni meiri áhuga en að fara niður að tjörn að gefa öndunum eru skyndilega brennandi í umhyggju sinni fyrir  ...
Á FUNDI Í VINNUSKÚR SAMSTÖÐVARINNAR

Á FUNDI Í VINNUSKÚR SAMSTÖÐVARINNAR

Hér að neðan má nálgast slóð á umræðuþátt á  Samstöðinni   um verkalýðsmál og stjórnmál í boði   Gunnars Smára Egilssonar.   Í upphafi þáttar sat ég fyrir svörum um nýútkomna bók mína   Rauða þráðinn   en þó fyrst og fremst árin hjá BSRB og afstöðu til ýmissa málefna sem tengjast verkalýðsbaráttu. Síðar bættust formenn ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalagsins í hópinn.   Ég hef stundum áður látið þess getið hve vaxandi ...
BYLGJAN HEIMSÓTT Í BÍTIÐ

BYLGJAN HEIMSÓTT Í BÍTIÐ

Í upphafi vikunnar heimsótti ég þessa tvo, Heimi og Gulla, sem stýra morgunútvarpi Bylgjunnar. Við ræddum nýútkomna bók mína   Rauða þráðinn , sem nú er komin aftur í búðarhillurnar. Hér má hlýða á samtal okkar ... 

"VOPN KVÖDD" Í AFGANISTAN

Stríðsleikir, manndráp, hafa lengi verið skemmtan manna oft sögð uppspretta menningar. Hér á útúrborunni Íslandi var lítið um krassandi stríð forðum, sögur af manndrápum urðu þó kjarnafæðan, Íslendingasögur. Alltaf var haft sem réttast þótti, heiður höfunda lá undir.  Heimsbókmenntir að fornu og nýju snúast um manndráp og stríð að miklu leyti og veita leiklist innblástur. Listasöfn yrðu fátækleg án stríðs-mynda. Ekki skortir stríð og dráp í kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuspilin, mikla skemmtiblessun. Morðsögur eru best seldar bækur nú á Íslandi. Trúarbrögð mörg eru tengd ofbeldi, sem þau upphefja, og boðberar þeirra oft í drápshug. Ein stríðssagna í nútíma snýst um Afganistan. Opinbera útgáfan er þó ...

SKYLDUBÓLUSETNINGAR LEYSA EKKI VANDANN

Það er nokkuð rætt um skyldubólusetningar þessar vikurnar. Ríki á meginlandi Evrópu hafa t.a.m. farið þá leið að skylda bólusetningar vegna veiki þeirrar sem kennd er við Covid-19. Þar hefur m.a. verið stuðst við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli ...  Eins og kemur fram í dóminum er í tékkneskum sóttvarnarlögum nr. 258/2000, 1. mgr. 46. gr., kveðið á um það að fólk með fasta búsetu, og útlendingar sem heimild hafa til langtímabúsetu í Tékklandi, skuli gangast undir hefðbundnar bólusetningar í samræmi við ítarleg skilyrði sem sett eru fram í afleiddum lögum [reglugerðum]. Forráðamenn barna, yngri en 15 ára, bera ábyrgð á því að skyldunni sé framfylgt.  Almennt er litið svo á að ...
SKYLDULESNING

SKYLDULESNING

...Ég var mjög ánægður þegar ég las umfjöllun í FÍB blaðinu fyrir nokkrum vikum um ásælni tryggingafélaga í peninga okkar og hve langt eigendur þeirra gengju í að greiða sjálfum sér arð á okkar kostnað. En viti menn fyrir þetta var FÍB refsað eins og lesa má í fréttatilkynningu frá félaginu ...