Fara í efni

Greinasafn

2024

DAUÐASPRENGJUR MEÐ EIGINHANDARÁRITUN

DAUÐASPRENGJUR MEÐ EIGINHANDARÁRITUN

Ég var að fletta gömlum dagblöðum í dag og fann ég þá fyrir hugrenningatengslum. Hugurinn reikaði aftur til níunda áratugarins, sennilega rétt upp úr 1980 en ég var þá fréttamaður í erlendum fréttum á Sjónvarpinu. Mér hafði borist í hendur fréttafilma frá einhverri alheimsfréttaveitunni sem fréttastofan var í áskrift hjá. Ekki man ég hverjum ...

LOKSINS!

Loksin loksins farin frá/lægri vexti megum sjá/Lífsins angist líður hjá/ lyftum okkur upp á tá... Þau mega öll fara frá/þeirra fáir sakna/Öll rauð græn og blá/ekki tókst að vakna... (sjá meira) ...
LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA RÍKISINS MEÐ HAGKAUP UNDIR SMÁSJÁ

LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA RÍKISINS MEÐ HAGKAUP UNDIR SMÁSJÁ

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segist í bréfi sem mér barst í dag munu fylgjast með framvindu áfengissölu Hagkaupa og vísar í eigendastefnu LSR þar sem segir m.a. „að sjóðurinn geri kröfu um að félög sem hann fjárfestir í sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum ...
HVAÐ SEGJA ALÞINGISMENN UM SIÐBLINDU ÞJÓÐSKRÁR?

HVAÐ SEGJA ALÞINGISMENN UM SIÐBLINDU ÞJÓÐSKRÁR?

... Á sama tíma og öll helstu lýðheilsusamtök, forvarnarsamtök og foreldrasamtök landsins svo og samtök allra heilbrigðisstétta hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem hvatt er til ábyrgrar áfengisstefnu og varað við því að undan henni verði grafið með ólöglegri áfengissölu, gengur Þjóðskrá fram fyrir skjöldu og felur þeirri verslun sem er stórtækust í lögbrotunum að taka að sér opinbera stjórnsýslu! ...
ALLIR ÞINGMENN OG SÍÐAN ÖLL FRAMBOÐ VERÐI KRAFIN SVARA

ALLIR ÞINGMENN OG SÍÐAN ÖLL FRAMBOÐ VERÐI KRAFIN SVARA

Byndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Norðurlandaráðs, segir í fréttum að í formennskutíð sinni í ráðinu hafi verið lögð áhersla að færa hernaðarsamvinnu inn í norrænt samstarf. Segir hún vera mikla stemningu fyrir þessu á meðal norrænna þingmanna, þar á meðal íslenskra væntanlega ...
HUGLEIÐING Í KRÝSUVÍKURKIRKJU

HUGLEIÐING Í KRÝSUVÍKURKIRKJU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.10.24. «Þetta er einn magnaðasti staður á jörðu» sagði mexíkóskur vinur minn sem kom hingað í heimsókn fyrir rúmu ári. Hann var að lýsa Krýsuvíkurkirkju, litlu svart-tjöru-bornu kirkjunni sem stendur örsmá, ein og yfirgefin, skammt frá Grænavatni sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sýndi öllum erlendum gestum sínum því það væri ...
GUNNARS GEIRSSONAR MINNST

GUNNARS GEIRSSONAR MINNST

... Margar fallegar mannlýsingar er að finna í íslensku máli. Fegurst þeirra er þó sennilega sú að segja um mann að hann hafi verið hvers manns hugljúfi. Slíka einkunn fá aðeins þeir sem búa yfir velvilja til samferðarmanna sinna og framkalla jafnan það sem gott er í þeirra fari. Þannig er lífið ...
HIN GÖMLU KYNNI GLEYMAST EI

HIN GÖMLU KYNNI GLEYMAST EI

Í dag sótti ég þing ASÍ, það er að segja málstofuhluta þingsins þar sem fjallað var um orkumál, auðlindamál, heilbrigðismál og fleiri mál. Skipulag var frábært og margt merkilegt sagt. Umfjöllun um heilbrigðsimálin var mér best að skapi ...
EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR

EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR

Í dag birtist eftirfarandi grein eftir þau Göran Dahlgren og Lisu Pelling á vísi.is undir fyrirsögninni: Ekki er allt gull sem glóir. Þau Lisa og Göran komu hingað til lands í síðasta mánuði í boði Öryrkjabandalags Ísands, BSRB og ASÍ til að segja frá reynslu Svía af einkavæðingu í heilbrigðskerfinu. Af því tilefni skrifaði ég grein sem einnig birtist á vísi.is þar sem ég fagnaði ...
VIÐ ERUM FÓLKIÐ SEM VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ BÍÐA EFTIR!

VIÐ ERUM FÓLKIÐ SEM VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ BÍÐA EFTIR!

... Dr. Robtel Neajai Pailey, menntakona frá Líberíu í Afríku, hélt nýlega ræðu við athöfn til að minnast þess að 177 ár væru liðin frá því að Líberíumenn samþykktu stjórnarskrá og lýstu yfir sjálfstæði árið 1847. Og hvílík ræða, hvílík eldmessa ...