Fara í efni

Greinasafn

Maí 2012

MBL  - Logo

FORSENDUR VAÐLAHEIÐARGANGA

Á Alþingi fer nú fram umræða um Vaðlaheiðargöng. Í seinni tíð hef ég gerst gagnrýninn á þá framkvæmd vegna þess að áhöld eru um að forsendur hennar standist og síðan hitt að tillögur eru um að flýta Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum og óheppilegt er að vinna að tvennum göngum í einu.
MRmál

AÐ EIGA LAND OG SAMASTAÐ

Ávarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á fundi um mannréttindamál 30. maí. Útlönd, útlendingur, útlenska.
MBL- HAUSINN

ÁKVÖRÐUN ER Í SAMRÆMI VIÐ SAMGÖNGUÁÆTLUN

Birtist í Morgunblaðinu 29.05.12. Þriðjudaginn 22. maí birti Morgunblaðið fréttaskýringu um veglínur í Húnavatnssýslu og Skagafirði og þá afstöðu mína að þyngra skuli vega á vogarskálum það sjónarmið sveitarfélaga á svæðinu að hringvegurinn þjóni byggðakjörnum en það að stytta hringveginn.
Stækkunarstj. ESB - Eldhúsdagur maí 2012

STÆKKUNARSTJÓRI ESB OG ÍSLENSKT SÓLSKIN Í ELDHÚSI ALÞINGIS

Í gær fóru fram eldhúsdagsumræður á Alþingi og tók ég þátt í umræðunni. Gerði ég aðildarviðræður Íslands að ESB m.a.
Gamli og hafið 1

LISTAMAÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Kannski er ekki við hæfi að segja að listamaður sé óborganlegur. Það á þó við um Bernd Ogrodnik, leikbrúðuhönnuð með meiru.

ANNAÐ Á AÐ GILDA UM KERIÐ EN HEIMILIÐ

Þakka þér þarfa hugleiðingu í Sunnudagsmogga, sem jafnframt biritst hér á síðunni, um eignarréttinn. Auðvitað á ekki að fjalla um eignarrétt sem algild grundvallarréttindi sem standi öllum lögum ofar.
Mgginn - sunnudags

HVAÐA EIGNARRÉTTUR?

Birtist í Sunnudagsmogganum 26. 05. 2012. Í stjórnarskrá Íslands er eignarrétturinn talinn til grunnréttinda: Mannréttinda.

LANDIÐ OKKAR KÆRA

Þú stendur vel að leigumálinu á Grímsstöðum Ögmundur en á sama tíma sorglegt hvað margir virðast auðkeyptir fyrir skammtíma gróða með hugsanlegum ómældum átroðningi á viðkvæmt landið okkar.

LEIKUR TVEIMUR SKJÖLDUM

Sæll Ögmundur.. Hvernig líður þér í hlutverki stjórnmálamannsins, sem leikur tveimur skjöldum? "Það hefur aldrei verið vitlausara en nú að ganga í Evrópusambandið." Og: "Ég segi nei við að þjóðin megi fái að greiða atkvæði um aðildarferli ríkisstjórnarinnar að Evrópusambandinu." Til þess að komast úr þeim pólitíska skækjudal, sem þú ert búinn að koma þér í, verður þú að endurgreiða kjósendum þínum tólffalt högg á upplogið og uppáþvingað ESB-aðildarferli krataklíkunnar.
DV

ATKVÆÐAGREIÐSLA UM RÍKISSTJÓRNINA, EKKI ESB

Birtist í DV 25.05.12.. Á fimmtudag fór fram viðmikil atkvæðagreiðsla á Alþingi um hvort skjóta ætti til þjóðarinnar tilteknum spurningum sem unnar voru úr tillögum Stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands.