Fara í efni

Greinasafn

Maí 2022

VIÐ ÞESSU EIGUM VIÐ SVAR

VIÐ ÞESSU EIGUM VIÐ SVAR

...  Með öðrum orðum, sæstrengur (sem hlýtur að teljast til grunninnviða) að fullu í samfélagslegri eign má ekki fá stuðning frá eigendum sínum, íslensku samfélagi vegna þess að einkafyrirtæki sér hugsanlega hagnaðarmöguleika í því að ná eignarhaldinu í sínar hendur ...  Í mínum huga er svar samfélagsins löngu orðið tímabært ...

VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt.  Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn á fréttir agndofa góndi Vinstri Græn vilja færa fórn ekki Jón Blóðmerabóndi. Flokkinn minkar fljótt og hratt og fylginu þar tapar Á samstarfinu fer Katrín flatt að feigðarósi hrapar. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
KHALED KHALIFA MÁLAR MYND

KHALED KHALIFA MÁLAR MYND

Ég var að ljúka lestri bókar sýrlenska rithöfundarins Kahled Khalifa,  Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar   en áður hafði ég lesið bók hans   Dauðinn er barningur . Báðar bækurnar gaf bókaútgáfan   Angústúra   út og báðar eru þýddar af Elísu Björgu Þorsteinsdóttur.  Síðarnefndu bókina hef ég  ...
HVER ER KÁRI?

HVER ER KÁRI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.05.22. ...  Elinora Roosevelt var glúrin kona. Hún sagði eitthvað á þá leið að víðsýnt fólk og stórhuga gæti rætt málefni, þeir sem væru smærri í hugsun ræddu í besta falli um atburði, ekki hina stærri umgjörð en smásálirnar héldu sig einvörðungu við persónur. Og þannig er það, þau síðastnefndu draga iðulega umræður niður að gólflistanum eins og dæmin sanna. Þess vegna er spurt: ...
NATÓ ER EKKI LAUSNIN

NATÓ ER EKKI LAUSNIN

Ríkisstjórn Íslands er mjög áfram um að Svíar og Finnar fái sem allra fyrst aðild að hernaðarbandalaginu NATÓ. Um þetta segist ríkisstjórnin vera einhuga. Það eigi að virða sjálfsákvörðunarrétt þessara ríkja  ... en  hvað varðar sjálfsákvörðunarréttinn ... þá er þjóðarviljinn varla einsleitur í þessum ríkjum og umræða út fyrir þrengstu valdastofnanir takmörkuð. Þjóðirnar hafa ekki verið spurðar og engin merki um að til standi að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu...

ÚKRAÍNA OG RÖKFRÆÐI STAÐGENGILSSTRÍÐSINS

Þegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu.   Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar framsókn og sjálfstæðisflokkar í fátækt oss hnepptu svo bankana hrepptu í auðmennina Bjarni nú kokkar. Á bláþræði hún hangir víst með heldur lítið traustið Um heiðar-leika lífið snýst hún lafir fram á haustið. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR KVADDUR

ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR KVADDUR

Eitt er víst að hefði ég verið staddur á Íslandi sem ég ekki er, þá hefði ég fylgt Ólafi Ólafssyni landlækni til grafar en útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Án efa hefur kirkjan verið þéttskipuð og á minningarsíðum Morgunblaðsins birtist mikill fjöldi greina. Þar er margt vel sagt. Enda frá mörgu að segja um þennan mann sem aldrei varð fyrrverandi landlæknir því titlinum hélt hann í huga þjóðarinnar til dauðadags, löngu eftir að hann lét af embætti.  Skýringin er sú að ...

VINSTRI GRÆN OG STÆKKUN NATO

Eftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi. Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta: „Íslensk stjórn­völd styðja þær ákvarð­anir sem þjóð­þing Finn­lands og Sví­þjóðar munu taka varð­andi aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Engin breyt­ing hefur orðið á sam­þykktri stefnu Vinstri grænna (VG). Þetta kemur fram í svari ...