Fara í efni

Greinasafn

Nóvember 2007

MERKIISDAGUR Í SÖGU ÞJÓÐARINNAR

MERKIISDAGUR Í SÖGU ÞJÓÐARINNAR

Fyrsti desember er merkisdagur í sögu þjóðarinnar. Þann dag árið 1918 gengu sambandslögin í gildi og Íslendingar urðu frjálst og fullvalda ríki.

ÚT Á VINNUSTAÐINA!

Kæri Ögmundur... Ég verð að taka undir orð Guðmundar frá Hofi, en sleppa orðinu “ef” í pistli hans, vegna þess að þið áttuð fyrir löngu að hafa farið skipulagt út á vinnustaðina og út á torg og götur þjóðarinnar! Það er ekkert ef þegar lýðræðið er í húfi, ekkert hik, ekkert ef þar sem þess er beðið átekta hvort lýðræðið verði borið ofurliði! Það er ekkert ef um það hvort einkavinavæðingarliðið hafi rænt eignum íslensku þjóðarinnar í vasa sína og sinna! Það er ekkert ef um það hvort ólögleg og glæpsamleg bylting auðvaldsins hafi tekist og sé nú á endaspretti sínum! Það er ekkert ef um það hvort kjósendur kusu ykkur til að verma fínu stólana á Alþingi á ofurlaunum án tjáningarfrelsis og til einskis nýta í baráttu fyrir einhverju allt öðru en grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar! Ef ofurvald óþjóðar- og sjálftökuaflanna á Alþingi ætlar að kæfa lýðræðið og þingræðið, og múlbinda þjóðholla menn eins og þig á háttvirtu Alþingi,  þá er ekkert annað til boða en alþingi götunnar.

EES MÁ EKKI BYGGJA Á NAUÐUNG

Birtist í 24 Stundum 30.11.07.Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur verið mikið hitamál allar götur frá því fyrstu drögin komu fram 2004.

FÁTÆKAR ÞJÓÐIR EIGA EKKI AÐ GREIÐA NIÐUR RAFMAGN Í REYKJAVÍK

Sæll Ögmundur. Við Vinstri grænir erum á móti því að einkavæða orkulindir Íslands og teljum að þær eigi að vera sameign þjóðarinnar.

SJÁ EFTIR AÐ KJÓSA SAMFYLKINGUNA - VILJA ÚT Á VINNUSTAÐINA!

Sæll vertu Ögmundur !Ég vil nú bara þakka ykkur Vinstri grænum fyrir að standa upprétt og láta ekki ríkistjórnina og hennar lið á Alþingi alveg vaða yfir ykkur á þingi.
SÓKRATES, HJÖRVAR OG ÞORSTEINN SIGLAUGSSON

SÓKRATES, HJÖRVAR OG ÞORSTEINN SIGLAUGSSON

Þorsteinn Siglaugsson er ekki bara góður penni. Hann er skemmtilega glöggskyggn og þess vegna rökvís. Jóhanna Vigdís, fréttamaður Sjónvarps, féll fyrir rökum Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar, í fréttatíma í gærkvöldi, um að takmarka bæri ræðutíma á Alþingi enda væri svo að sá sem ekki  gæti "sagt skoðun sína á máli á 15 mínútum á að vera að endurmenntunarnámskeiði en ekki á Alþingi Íslendinga."Þannig klykkti Sjónvarpið út - með orðum Helga - í frétt um alvarlegustu atlögu að frelsi stjórnarandstöðu á Alþingi Íslendinga fyrr og síðar! Þorsteinn Siglaugsson sá aðrar hliðar á þessu máli.

HIN GULLNA MJÓLKURKÝR

Undanfarna mánuði hafa blossað upp umræður um hæpna viðskiptahætti „lágvöruverðsverslana”. Út úr því hefur ekkert komið nema það sem allir vissu að Bónus er oftast með lægsta verðið og Krónan krónu hærri – fyrir undarlega tilviljun.
UMSÁTRINU UM GAZA VERÐI AFLÉTT NÚ ÞEGAR!

UMSÁTRINU UM GAZA VERÐI AFLÉTT NÚ ÞEGAR!

Hernámsliðið ísraelska heldur áfram umsátrinu um Gazasvæðið en þar fara nú með völdin Hamas samtökin, þau hin sömu og Palestínumenn kusu til stjórnar í síðustu þingkosningum.
FLOTTIR Í BLEIKU

FLOTTIR Í BLEIKU

Það gladdi mitt femínista hjarta þegar ég sá forsíðumyndina af ykkur Steingrími Joð í vikublaðinu Austra í gær.
SAMFYLKINGIN: AGNARSMÁ

SAMFYLKINGIN: AGNARSMÁ

Samfylkingin er lífleg, kann að virðast kná. Af ráðherrum geislar vissulega gleði og ánægja yfir því hlutskipti að vera komin á valdastóla.