Í Silfri Egils þar sem Sigurður Kári mætti með sýnishorn úr Heimdalli með sér, ásamt tveimur heiðurskonum úr Vinstri grænum og Samfylkingunni, þeim Guðfríði Lilju og Svanfríði Ingu, þá bar ýmislegt á góma.
Auðvitað eiga Íslendingar að taka þátt í uppbyggingarstarfi víðs vegar um heim og þá ekki síst í verkefnum sem við erum sérfróð um, svo sem á sviði jarðvarmavirkjana.
Ágæt umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um starfsmannaleigur á Landspítalanum. DV reið á vaðið með ítarlegri frásögn af því hvernig Landspítalinn hefur, það sem af er þessu ári, varið næstum eitt hundrað milljónum til að greiða starfsfólki sem ráðið er í gegnum starfsmannaleigur.
Birtist í 24 Stundum 31.10.07.Ýmsir hagspekingar hafa bent á að svo kunni að fara að evran komi inn í íslenskt hagkerfi án pólitískrar ákvörðunar: „Evran taki sig upp sjálf,“ einsog það var orðað á forsíðu Fréttablaðsins í byrjun vikunnar.