Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2021

ÚKRAÍNA: HVER BYGGIR UPP SPENNUNA?

Spennustig er hátt í Úkraínudeilunni. Diplómatísk samskipti Rússa og Bandaríkjanna hafa líklega ALDREI verið verri. Rússar hóta árásaröflum öllu illu. Samkvæmt NATO stunda þeir «óréttlætanlega hernaðaruppbyggingu». Það gera þeir þó innan eigin landamæra. Hver magnar upp spennuna? ...

1. MAÍ 2021

Hamingjuóskir ég heimsbyggð flyt höldum öll verkalýðsdaginn Eftir kreppu ástand og kórónu smit keyrum við áfram slaginn. ...  Höf. Pétur Hraunfjörð
Í MINNINGU KRISTÓFERS MÁS KRISTINSSONAR

Í MINNINGU KRISTÓFERS MÁS KRISTINSSONAR

... Síðan tóku þau saman Kristó og Valgerður Bjarnadóttir, skólasystir mín og vinur úr Menntaskóla. Þar með bættist við félagslegur þráður sem batt okkur enn saman. Kristó bjó yfir lunknum húmor og var félagsskapur við hann alltaf skemmtilegur. Stundum þarf svaðilfarir til að sjá inn í menn. Að vísu flokkast það varla undir svaðilför þegar við félagar sem sinnt höfðum störfum á Úlfljótsvatni stóðum frammi fyrir því haust eitt að   ...

SUMARIÐ KEMUR

Bráðlega við sumarið sjáum sem lyftir okkur á tá Þá heilsu og heilbrigði fáum og helvítis pestin frá. Fáir bera af ´onum blak Brynjar fór í díið Ætti nú að taka sér tak og minka fylliríið. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
í DAG HEFJAST RÉTTARHÖLD YFIR ÞEIM SEM STUDDU KÚRDA Í BARÁTTUNNI GEGN ISIS

í DAG HEFJAST RÉTTARHÖLD YFIR ÞEIM SEM STUDDU KÚRDA Í BARÁTTUNNI GEGN ISIS

Í október 2014 hvatti HDP flokkur Kúrda í Tyrklandi til samstöðu með Kúrdum í Kobani í norðanverðu Sýrlandi í barárttu þeirra gegn ISIS hryðjuverkasamtökunum. Á þeim tíma, og reyndar eibnnig síðar, naut ISIS stuðnings tyrkneskra stjórnvalda þótt leynt hafi farið ... 
ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR!

ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR!

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.04.21. Það er ekkert lítið sem við eigum honum Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi að þakka. Þeir eru fleiri þjóðháttafræðingarnir sem hafa unnið gott starf og eiga lof skilið, en að öðrum ólöstuðum hefur Árni verið ötulastur að koma rannsóknum sínum á framfæri og þá einnig í búningi sem gerir efnið skiljanlegt og skemmtilegt. Saga daganna, Merkisdagar á mannsævinni og fleiri rit hans hafa afstýrt söguleysi á sögueyju. Og að sjálfsögðu er ...

ORKUPAKKAR ESB OG MARKAÐSVÆÐING ORKUMÁLA Í FRAKKLANDI

Í nýlegum skrifum var rætt um áhrif markaðsvæðingar orkumálanna í Bretlandi. Í stuttu máli má segja að reynslan sé hreint ekki góð fyrir almenning þar í landi. Eins og fyrri daginn eru þessi mál lítið rædd í íslenska ríkisfjölmiðlinum sem sýnir fullkomna meðvirkni með valdinu og dregur taum þess í hvívetna ... Breytingarnar eru þeim mun meiri og víðtækari eftir því sem pökkunum fjölgar. Þeir sem gleðjast mest eru braskararnir og fjárglæframennirnir enda breytingarnar gerðar til þess að greiða götu þeirra. Almenningur situr eftir með sárt ennið, enda verið rændur og má sæta okri og margskonar rugli í kjölfarið ...

GRUNDVALLARGILDUM FÓRNAÐ

...  Það er mjög greinilegt að smám saman tóku forystumenn meintra vinstriflokka, VG og Samfylkingarinnar síðari, þetta til sín og settu sér það markmið að afsanna slíkar fullyrðingar. Þeir skyldu sýna fram á að vinstriflokkar gætu vel náð þessum stöðugleika sem kjósendur virtust þrá svo mjög. Aðferðarfræðin sem beitt var til að ná þessu markmiði var þess eðlis að engu líkara var en að þessir flokkar væru að ganga beint í gildru sem á endanum gerði þessa flokka óþekkjanlega og ómögulegt að greina þá frá hægriflokkum fyrri tíma. Þeir sjálfir gátu svo fært sig tvö skref í átt að hreinu auðræði. Sú aðferðarfræði fólst í því að einangra „róttæka“ hluta hvers flokks ...
HRYÐJUVERKAMAÐUR MEÐ HRYÐJUVERKAMÖNNUM Í SIDNEY Í ÁSTRALÍU

HRYÐJUVERKAMAÐUR MEÐ HRYÐJUVERKAMÖNNUM Í SIDNEY Í ÁSTRALÍU

Að undanförnu hef ég tekið þátt í nokkuð mörgum vef-ráðstefnum um málefni Kúrda og hafa þær verið skipulagðar frá Þýskalandi, Bretlandi, Suður-Afríku og í morgun var ég á ráðstefnu sem skipulögð var frá Sidney í Ástralíu ... Stundum eru það persónulegu sögunar sem hreyfa mest við manni. Einn ræðumanna var Kúrdi frá Írak, giftur íranskri konu, einnig hún var Kúrdi. Þau höfðu verið gift í þrjátíu ár ...

YS OG ÞYS ÚT AF NATO

Keflavík, Finnafjörður, Noregur, Úkraína. Jens Stoltenberg segir að Rússar verði að „hætta óréttlætanlegri hernaðaruppbyggingu í og við Úkraínu. NATO stendur með Úkraínu“. En NATO-myndin af yfirgangsstefnu Pútíns sem kjarna vandans er fölsk mynd.  Nýtt stjórnarfrumvarp er flutt af Guðlaugi Þór utanríkisráðherra ...  Í greinargerðinni segir ...   Á Alþingi Íslendinga er engin sjáanleg andstaða í öryggis og utanríkismálum. Eitt sinn var andheimsvaldastefna stór þáttur vinstristefnu og sósíalisma en sýnist nú vera gleymd ...