Fara í efni

Greinasafn

Mars 2020

NEI TAKK SA!

Hvar skyldi SA telja að mörkin liggi þegar kemur að því að skerða kjör fólks? SA hefur nú lagt til launa- og lífeyrisskerðingar og er þar með að reyna að fara með okkur út á mjög vafasamar brautir. Stjórnvöld vilja að hægt sé að skipa fólki hjá hinu opinbera að gera það sem forstjórarnir ákveða hverju sinni og nú vill atvinnurekendavaldið toppa það með því að láta fólkið í ofanálag sæta skerðingum á umsömdum réttindum. Nei takk! Sunna Sara

DÓMSMÁLAFRÚIN OG BRENNIVÍNS-HEILKENNIÐ

Það skýtur nokkuð skökku við, ef skoðum málin brýn. Að auka vill hún aðgengið, og elskar brennivín.  Lýðheilsan er læknum kunn, líkar sumum miður. Á Alþingi menn opna brunn, en aðrir falla niður. Kári

VERUM Á VARÐBERGI

Ég er sammála þér Ögmundur að raunveruleg hætta er á því að forræðishyggja taki hér yfir. Kapítalisminn ræður nú yfir ríkisvaldinu, það er algerlega augljóst mál. Allt er nú leyfilegt ef aðeins megi það verða til að bjarga kapítalismanum. Frá forræðishyggju er ekki stórt skref yfir í fasisma.  Verum á varðbergi .  Jóhannes Gr. Jónsson

KAPÍTALISMINN FÉKK Á´ANN

Svikabæturnar þeir sækjast í  létta sárt kreppunnar dirindí útgjöld spara misnota bara hér atvinnuleysisbætur á því. Kapítalisminn fékk á kaunin kominn á ríkiskassann Nú láta þeir ríkið borga launin og lyfta undir trassann. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
SA VERÐI EKKI LÁTIÐ KOMAST UPP MEÐ AÐ AFNEMA LÝÐRÆÐIÐ

SA VERÐI EKKI LÁTIÐ KOMAST UPP MEÐ AÐ AFNEMA LÝÐRÆÐIÐ

... Nú hins vegar ætlast Samtök atvinnulífsins, SA, til þess að ASÍ ákveði rétt si svona að hafa af fólki umsamdar greiðslur í lífeyrissjóði, sem að sjálfsögðu myndi skerða lífeyrisréttindi, og auk þess falla frá umsömdum launahækkunum, kjörum sem voru umsamin og greidd atkvæði um.  Slíka skerðingu hafa forsvarmenn atvinnurekenda og launafólks ekki heimild til að samþykkja ...
NEISTAR OG RAUTT BORÐ

NEISTAR OG RAUTT BORÐ

Þau sem vilja fylgjast með samfélagsumræðunni, innanalands og utan, í stereo ekki bara mono eins og það hét í gamla daga um einrása og tvírása plötuspilara, ættu að hefja rúntinn á Neistum, ljúka síðan yfirferðinni á Rauða borðinu á Samstöðinni á kvöldin klukkan átta.  Á vefmiðlinum   neisti.is   birtast nefnilega iðulega hinir bestu pistlar um innlend mál og erlend.   Þórarinn Hjartarson, Jón Karl Stefánsson   og fleiri eru með afbragðs innlegg í umræðuna og af allt öðrum toga en þeim sem matar okkur á áróðri heimsvaldastefnunnar. Sá áróður truflar mig sífellt meira ...
SEINHEPPIÐ SAMKEPPNISEFTIRLIT OG EINELTIÐ GAGNVART MS

SEINHEPPIÐ SAMKEPPNISEFTIRLIT OG EINELTIÐ GAGNVART MS

Nú þegar allt er að fara á hliðina dúkkar upp eina ferðina enn hin makalausa Samkeppnisstofnun, sú sama og sektaði Bændasamtökin um árið upp á tugi milljóna fyrir að skapa vettvang á landsfundi fyrir bændur að ræða verðlagningu a búvörum. Þetta væri ólöglegt verðsamráð! Þessa vitleysu ...MS er samvinnufyrirtæki íslenskra kúabænda sem framleiða ofan í okkur og börnin okkar mjólkurafurðir. Með samvinnufyrirkomulaginu hefur reynst unnt að halda verðlagi á mjólk og mjólkurafurðum lágu og áttu  ...
ÞARFAR AÐFINNSLUR, ÁBENDINGAR OG VARNAÐARORÐ

ÞARFAR AÐFINNSLUR, ÁBENDINGAR OG VARNAÐARORÐ

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar leiðara hinn 28. mars sem er mjög þess virði að lesa. Þar segir m.a.,:  “Í heim­inum öllum er að eiga sér stað stór­tæk­asta rík­i­s­væð­ing taps hins frjálsa mark­aðar í mann­kyns­sög­unni. Hún er að eiga sér stað vegna ótrú­lega sér­stakra aðstæðna, en hún er að eiga sér stað engu að síð­ur. Fjár­magns­eig­end­urnir gátu á end­anum ekki verið án þess að skatt­greið­endur grípi þá þegar allt fer á hlið­ina. Of litlu hefur verið safnað ...
HVAÐ ÞARF TIL SVO ÞJÓÐIN VELJI ÍSLENSKT?

HVAÐ ÞARF TIL SVO ÞJÓÐIN VELJI ÍSLENSKT?

...  Ekki liðu þó mörg ár þar til tíðarandinn setti algert bann við þessari herhvöt. Hún þótti meira að segja það al-hallærislegasta og forpokaðasta sem hugsast gat. Við ættum bara að kaupa það sem væri ódýrast sama hvaðan það kæmi. Nútímamanninum bæri að hugsa á markaðsvísu eða værum við kannski þjóðernisöfgamenn?  Svarið er að við viljum að hér á þessu skeri okkar leyfum við okkur að hugsa sem samfélag.   En þá vaknar ný spurning. ...
ÞÁTTURINN, KVÓTANN HEIM, Á SUNNUDAG KLUKKAN 12

ÞÁTTURINN, KVÓTANN HEIM, Á SUNNUDAG KLUKKAN 12

Í þættinum Kvótann heim á sunnudag klukkan 12 verður byrjað að kryfja rök stórútgerðarinnar fyrir því að hún eigi sjávarauðlindina þvert á landslög og þjóðarvilja:  https://kvotannheim.is/