Fara í efni

Greinasafn

Mars 2020

HVERNIG SVARAR HANN MÁLFLUTNINGI STÓRÚTGERÐARINNAR?

HVERNIG SVARAR HANN MÁLFLUTNINGI STÓRÚTGERÐARINNAR?

...  Það verður fróðlegt að heyra hvað þessi talsmaður fikverkafólks  hefur að segja um kvótakerfið í þeirri mynd sem við nú þekkjum það, hver sé reynslan fyrir verkafólk og fyrir sjávarbyggðirnar og hver hsnn vilji að verði framtíðin?   Aðalsteinn verður gestur minn í þættinum Kvótann heim kl. tólf á sunnudag. Fleiri koma fram í þættinum og við heyrum rök stórútgerðarinnar þess efnis að á kvótann beri að líta sem eign hennar! Þátturinn er hér klukkan 12 á hádegi sunnudag! ...  

ERU AÐ TAPA SÉR!

Kapítalisminn er kominn á bakkann kannski þeir detti niður í slakkann um eymdina gapa og alveg sér tapa  auðvitað  hysjum við uppum rakkann.  Höf. Pétur Hraunfjörð.
TÍMI ENDURMATS

TÍMI ENDURMATS

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.03.20. Allt er nú opið til endurskoðunar. Skyndilega er fjármálakerfi heimsins opnað upp á gátt. Gallharðir frjálshyggjumenn skrifa í hægri sinnuð málgögn sín að nú verði allir að gerast sósíalistar ef bjarga eigi hagkerfi kapítalismans. “Bara í bili”, flýta þeir sér að bæta við, “annars gætum við setið uppi með sósíalismann.” Ekki þykir þeim það góð tilhugsun. Í hið hægri sinnaða breska stórblað, Telegraph, skrifar ...
NAUÐSYNLEG UMRÆÐA Á SAMSTÖÐINNI

NAUÐSYNLEG UMRÆÐA Á SAMSTÖÐINNI

...  Steinunn Ólína, Ásgeir Brynjar, Þuriður Harpa form. ÖBÍ, Jóhann Páll og Marínó G.   krufðu atburði vikunnar í þættinum í kvöld en   Gunnar Smári   stýrði umræðunni. Fyrr í vikunni hafði fjöldi fólks komið að þessari umræðu á Samstöðinni, þar á meðal   Drífa Snædal, forseti ASÍ.  Það er nauðsynlegt að umræðan í þjóðfélaginu sé sem mest þá daga sem samfélagið er í uppnámi, ekki bara einhver umræða, heldur gagnrýnin uppbyggileg umræða eins og sú sem þarna hefur farið fram ...
UNDIRGEFNI LEYSIR ENGAN VANDA - BURT MEÐ REFSIVÖNDINN !

UNDIRGEFNI LEYSIR ENGAN VANDA - BURT MEÐ REFSIVÖNDINN !

... Og skammt er stórra högga á milli. Út undan mér heyrði ég í fréttum talað um sektir og fangelsanir væri yfirvöldum ekki hlýtt varðandi sóttkví og sitthvað annað tengt kórónaveirunni. Hélt ég að verið væri að flytja okkur fréttir frá Kína eða einhverju ríki þar sem stjórnað er ofan frá. Nei, það var ríkissaksóknarinn á Íslandi sem “hefur gefið fyrirmæli” varðandi “brot á fyrirmælum um sóttvarnarlög”: Geti sektir numið hálfri milljón króna og sex ára fangelsisvist ...
FYRST Í GEGNUM VAÐLAHEIÐINA ÁÐUR EN LENGRA ER HALDIÐ OFAN Í VASA OKKAR?

FYRST Í GEGNUM VAÐLAHEIÐINA ÁÐUR EN LENGRA ER HALDIÐ OFAN Í VASA OKKAR?

Þegar fyrirsjáanlegt er að allt er að hrynja ítrekar samgönguráðherrann að hafist verði handa um stórframkvæmdir í samgöngum sem aldrei fyrr.   Hefur hann lýst því að sum stærstu verkefnanna muni byggja á því sem ráðherrann, sem jafnframt er formaður Framsóknarflokksins kallar “samvinnustefnu”, og gefur þar með í skyn að samvinnuhugsjón síns flokks sé með því endurvakin. Svo er að sjálfsögðu ekki. Samvinnuhugsjón þeirra ...
UMHUGSUNARVERÐ UMMÆLI FORMANNS

UMHUGSUNARVERÐ UMMÆLI FORMANNS

Birtist í Fréttablaðinu 25.03.20. ... Í við­brögðum frá for­manni Sam­taka á­huga­fólks um spila­fíkn, Ölmu Haf­steins­dóttur, sagði m.a.:   „Það besta við þetta er að næstu mánaða­mót munu allir kassar vera lokaðir sem mun gera gæfu­mun fyrir ótal spila­fíkla og fjöl­skyldur þeirra.“ ...

TRAUSTVEKJANDI MEININGARMUNUR

Gaman er að finna fyrir samstöðu Íslendinga í baráttunni við kórónaveiruna. Heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum er mætt á jákvæðan hátt og farið að þeirra ábendingum. Einhver meiningarmunur kemur öðru hvoru fram innan heilbrigðiskerfisns og er það traustvekjandi. Umræðulaus hlýðni er aldrei góð og meiningarmunur málefnalega fram settur er ekkert annað en jákvæður. Haffi

ÓÚTSKÝRÐ VAÐLAHEIÐI

Ég vil þakka Grími sem skrifar í dálkinn “frjálsir pennar” fyrir að hreyfa Vaðlaheiðarmáli. Ég hef saknað þess að fjölmiðlar færu í saumana á því máli.   “Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021. ” Þetta skrifar Grímur. Eru þessir 19 milljarðar ekki helmingi meira en lagt var upp með? Væri hægt að ... Jóel A.

KVÓTI, HAMINGJA, KREPPA OG FL.

Ef kvótann ég ætti ég ýmisleg mætti Ég hokri þá hætti ég hamingju bætti. ... Höf. Pétur Hraunfjörð