Fara í efni

Greinasafn

Júní 2022

GEFIÐ YKKUR NOKKRAR MÍNÚTUR TIL AÐ SKOÐA ÞESSAR MYNDIR

GEFIÐ YKKUR NOKKRAR MÍNÚTUR TIL AÐ SKOÐA ÞESSAR MYNDIR

Miðvikudaginn 22. júní var haldinn svokallaður hliðarviðburður, „side-event“ á þingi Evrópuráðsins í Strasborg um málefni Kúrda ... Auk mín töluðu á fundinum í Strasborg Dilek Öcalan, þingmaður HDP flokksins, þriðja stærsta stjórnmálaflokks Tyrklands sem Erdogan Tyrklandsforseti vill nú banna ... Þá talaði Raziye Öztürk, frá Asrin lögfræðistofunni  ... Í ljósi þess að tyrkneski stjórnarherinn herjar nú daglega á byggðir Kúrda ... þá rifjaði ég upp að hið sama væri að gerast þar nú og gerðist í árásum Tyrkjahers á bæi og borgir Kúrda innan landamæra Tyrklands á árunum 2015-16.  Þá eins og nú þagði heimurinn þunnu hljóði ...

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn verja nú Bjarna kallinn Veikluleg og alls-ekkert væn vísast er stjórnin fallin. Með verðbólgu og verðlag hátt venjast má öllu smátt og smátt ég lyktina finn í sjöunda sinn allt á fleygiferð í gjaldþrota átt. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

...  Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB.  Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra  ...
Í MINNINGU ÖNNU ATLADÓTTUR

Í MINNINGU ÖNNU ATLADÓTTUR

Slæmt þótti mér að vera í útlöndum og geta ekki fylgt Önnu Atladóttur, samstarfskonu og vini til margra ára, til grafar síðastliðinn fimmtudag. Ég skrifaði hins vegar nokkur minningarorð um Önnu sem ég fékk birt í Morgunblaðinu á þessum degi og er þau að finna hér að neðan. Myndina sem fylgir þessum minningarorðum leyfði ég mér að taka af netinu en mér þykir hún falleg. Hún er frá ...
FINNST ÞÉR RIGNINGIN GÓÐ?

FINNST ÞÉR RIGNINGIN GÓÐ?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.06.22. ...  Mér hef­ur alltaf þótt landa­mæri hins hlut­læga og hins hug­læga vera áhuga­verð enda ekki alltaf auðvelt að koma auga á þau. Stund­um er það þó þannig ...
VIÐ EIN, ALMENNINGUR HEIMSINS, GETUM BJARGAÐ JULIAN ASSANGE

VIÐ EIN, ALMENNINGUR HEIMSINS, GETUM BJARGAÐ JULIAN ASSANGE

... Niðurstaðan í dag kemur ekki á óvart. Ég hafði einhvern tímann á orði að í raun væri það ekki Julian Assange sem biði eftir dómi heldur breska réttarkerfið. Síðan hef ég sannfærst um að breska réttarkerfið er ekki upp á marga fiska þegar stór-pólitískir hagsmunir eru í húfi. Og um það snýst mál Julian Assange, pólitíska hagsmuni ... 

ÍSLENDINGURINN SEM VARÐ DROTTNING

Allrahanda eðalglingur, allt úr gulli í salnum. Elísabet er Íslendingur, ættuð úr Víðidalnum. Fljótt ég þetta færði í tal, fleiri kunna að meta. Virðuleg kona úr Víðidal, valdist í hásæti Breta. ... Kári
SKREF EN VARLA HEILLASKREF

SKREF EN VARLA HEILLASKREF

Birtist í Morgunblaðinu 08.06.22. Laugardaginn 21. maí skrifaði Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður með meiru, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Sögulegt heillaskref í NATO. Þar segir Björn og er skýjum ofar: „NATO-atburðarásin í Finnlandi og Svíþjóð undanfarnar vikur er skólabókardæmi um vel heppnaða framkvæmd á flóknum og viðkvæmum lýðræðislegum ákvörðunum.“ Hér er að sjálfsögðu vísað til þess að ...

HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ...  Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...
Í FIMMTA LAGI

Í FIMMTA LAGI

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar skrifar hnitmiðaða grein í Fréttablaðið sl. miðvikudag um verkefnin framundan og hvernig beri að forgangsraða. Hann telur upp fimm þætti. Það beri að horfa til þriggja hinna fyrstu næstu árin „ þó að vissulega séu hinir möguleikarnir áhugaverðir í framtíðinni.“  Fyrstu þrír þættirnir snúa að ...