Fara í efni

Greinasafn

September 2016

Ögmundur kveður Alþingi

LOKAORÐ Á ALÞINGI

Á miðnætti í kvöld held ég alla leið til Suður-Afríku en mér var boðið að halda fyrirlestur á ráðstefnu í Jóhannesarborg í næstu viku um aðhalds- og eftirlitshlutverk Alþingis.
Stúdentar - LÍN

ÞARF EKKI AÐ ENDURREISA PÓLITÍKINA Í STÚDENTAPÓLITÍKINNI?

Á vinnsluborði Alþingis er frumvarp sem, ef samykkt, hefði í för með sér stórkostelga skerðingu á kjörum hinna efnaminni að námi loknu og þýðir í reynd að verið að takmarka að fólk geti farið í nám sem ekki er öruggt að skili miklum tekjum.
bankarnir

MUNUR Á ÁSETNINGI OG MISTÖKUM

„Einkavæðing bankanna, hin síðari" er orðalag úr ranni Hrunverjanna, sem um aldamótin einkavæddu íslenska bankakerfið og komu því í hendur pólitískra vina sinna.
Spurningar til XD

TVÆR EINFALDAR SPURNINGAR TIL SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom fram á ráðstefnu síns flokks og í kjölfarið í fjölmiðlum og sagðist tala fyrir einföldum lausnum.

ÞJÓFRÆÐI OG LÝÐRÆÐI

Skammt er nú til kosninga. Eins og oft áður munu næstu kosningar ráða miklu um umfang þjófræðis á næstu árum.

EN FINNA MENN SANNLEIKANN MEÐ RANNSÓKNAR-AÐFERÐUM HRUNVERJA?

Sæll Ögmundur. Mér finnst ekki gott að þú skulir vera að hætta á þingi en ég vil treysta því að þú sem formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis munir ekki láta deigan síga á lokametrunum heldur sinna starfi þínu af kostgæfni og sjá til þess að skipuð verði fagleg og óháð nefnd til að skrifa rannsóknarskýrslu um einkavæðingu bankanna, hina síðari.
Alþingi og Evrópuráð 2

STÓRMÁL HEIMA FYRIR, MISSKIPTING Í EVRÓPU OG TYRKLAND

Slæmt er að vera fjarri þinginu þessa daga þegar stórmál eru til umræðu, lífeyrismálin, almannatryggingar, LÍN og fleiri stórmál.
Frettablaðið

SPURT UM FINNAFJÖRÐ

Birtist í Fréttablaðinu 22.09.16.. Hún var ekki fyrirferðarmikil Fréttablaðsfréttin fimmtudaginn fimmtánda september sl.

SVÖR FYRIR KOSNINGAR - OG EFTIR!

Er það rétt að fyrir alþingi liggi drög að frumvarpi sem muni skerða bætur öryrkja og ellilífeyrisþega ? Hver er ástæða fyrir þvi að sífellt er verið að kroppa af bótum þessa hóps en hópar eins og þeir sem hljóta listamannalaun eru ósnertanlegir? Hvers á þessi hópur að gjalda ? Hvenær er komið nóg af að koma fram við þetta fólk eins og niðursetninga.
snoðkollur 2

ENGIN SKERÐING?

Á fundi fulltrúa fjármálaráðuneytisins með stjórnarandstöðunni á Alþingi í dag, var okkur kynnt nýtt samkomulag, um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.