Fara í efni

Greinasafn

September 2016

MBL

VILJUM VIÐ VERA VÉL?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.09.16.. Margir virðast þrá að fá að lifa eftir reglustriku. Miðstýrð hugsun Evrópusambandsins svarar þessu ákalli fullkomlega því samkvæmt þeirri hugsun er öllu „mér finnst" og „mig langar"  og „væri þetta ekki skynsamlegt og eftirsóknarvert" vikið til hliðar fyrir einni reglu sem öllum beri að hlýða.

EKKI RÓTT VEGNA LÍFEYRISMÁLA

Þakka þér fyrir að vekja máls á lífeyrismálunum. Í mínum vinnustað, Landspítalanum, heyrist því fleygt að á bak við tjöldin sé verið að semja um skerðingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna.

MÁL AÐ LINNI?

Ég sé ekki betur en að stjórnarandstaðan hafi algerlega látið ríkisstjórnina taka sig í bólinu. Samkomulag um haustkosningar var feigðarflan frá upphafi.
Asbjörn Wahl

ASBJÖRN WAHL UM BREXIT

Norski þjóðfélagsrýnirinn Asbjörn Wahl hefur gert mjög góða úttekt á ástæðunum fyrir niðurstöðunni í Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi síðastliðið vor.

JÓEL A. VILL SVAR OG FÆR ÞAÐ

Hver er þín afstaða til fólksfjölgunaráforma Bjartrar framtíðar og visa ég þar í nýlega flokkssamþykkt um að fjölga Íslendingum upp í 800 þúsund á næstu þrjátíu árum? Svar óskast.. Jóel A.. . Þakka þér fyrir bréfið Jóel.. Sannast sagna þá hef ég litið á fámennið sem sérstök forréttindi Íslendinga.
Hnefinn 2

VITA MENN AF HVERJU ÞEIR ERU SVONA REIÐIR?

Mikill hugaræsingur er víða vegna nýgerðra búvörusamninga. Brigslyrði og ásakanir ganga á víxl. Fjölmiðlar, sumir hverjir, krefja þingmenn sagna um afstöðu eða afstöðuleysi eftir atvikum og er sérstaklega til umræðu að margir hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu.
Pompidou 2

POMPIDOU STOFNUN RÆÐIR VÍMUEFNAFORVARNIR

Síðastliðinn þriðjudag flutti ég erindi á námskeiði sem haldið var í Stokkhólmi fyrir sérfræðinga í vímuefnaforvörnum.

ENGAR LÍFEYRIS-SKERÐINGAR!

Ég er sámmála því sem skrifað var hér á síðuna um bóusuna og lífeyrismálin. Að taka það í mál að skerða lífeyri um svo mikið sem eina krónu á sama tíma og forréttindaliðið, þar á meðal viðsemjendur launafóilks, eru að raka til sín milljónum á mánðuði í "laun" og bónusa, á hreint ekki að koma til greina!. Sunna Sara.

FORGANGSRÖÐ VERKALÝÐS-HREYFINGAR Í HEIMI BÓNUSA

Af hverju ættu opinberir starfsmenn að afsala sér lífeyrisréttindum sem tók þá áratugi að öðlast og var haldið niðri í launum fyrir bragðið? Er það ekki almenna markaðarins að ná kjörunum upp á við? Það hefur verið gert með talsverðum árangri.´Ég er sammála þér Ögmundur að í þá áttina á að jafna kjörin, upp á við!  . Finnst verkalýðshreyfingunni núna, í heimi milljarða bónusanna, það vera forgangsverkefni að ná niður lúsarlífeyri sins fólks? . Atvinnurekendavaldið kemur mér ekki á óvart.

ÖÐRU VÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ

Ég hlustaði á ræðu þínu um almannatryggingafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi og samhengið við hugsanlegar breytingar á lögum um lífeyrissjóði.