Fara í efni

Greinasafn

Mars 2005

ÞEGAR MORGUNKORNINU OFBÝÐUR

Það var ósköp fallegur himinninn yfir Henglinum í morgun, enda vorið áreiðanlega komið.  En þar sem ég sat við eldhúsborðið svelgdist mér á frjálsa bandaríska morgunkorninu mínu.  Í útvarpinu var verið að tala við mann sem heitir að mig minnir Guðjón Ólafur og er oft í fjölmiðlum, alltaf kynntur sem varaþingmaður Framsóknarflokksins en virðist samt aðaltalsmaður flokksins í öllum málum.  Verið var að ræða m.a.

BLIKKANDI VARNAÐARLJÓS Í FJÁRMÁLAKERFI

Fréttir sem nú berast innan úr bankakerfinu hljóta að vekja ríkisstjórnina – og okkur öll -  til umhugsunar. Í morgun var sagt frá því í fréttum að yfirdráttarlán heimilanna hafi aukist um 1.500 milljónir króna í febrúar og væri þetta annar mánuðurinn í röð sem yfirdráttarlán heimilanna hækki með ógnvænlegum hraða.
RÚV, SINFÓNÍAN OG PÁSKARNIR

RÚV, SINFÓNÍAN OG PÁSKARNIR

Á páskum, öðrum árstímum fremur, hlusta ég mikið  á útvarp. Gamla Gufan, Rás 1, verður þá jafnan fyrir valinu.

FALLINN MEÐ FJÓRA KOMMA NÚLL

Sæll Ögmundur,Er orðin frekar uggandi yfir endurteknum dæmum um það hvernig hagsmunum eigenda fjölmiðlasamsteypu Baugs og fréttum er blandað saman.

MAÐUR EN EKKI HVALUR

Birtist í Morgunblaðinu 27.03.05Bobby Fischer er orðinn Íslendingur sem kunnugt er. Framkvæmdavaldið var heldur fljótt á sér framan af og lofaði ríkisfangi, nokkuð sem einvörðungu var á færi Alþingis að veita við þessar aðstæður.

PÁSKABOÐSKAPUR FRÁ REYNIVÖLLUM

Ég hef talsvert hugleitt samband ríkis og kirkju í seinni tíð og um trúarbrögð almennt og meðal annars skrifað um þessi viðfangsefni hér á síðuna.

HLUTHAFA TILKYNNT UM ARÐ

Fyrir nokkru síðan færði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mér að gjöf hlutabréf í Landsbankanum hf.

ÞAÐ Á EKKI AÐ ÞAGGA NIÐUR Í FISCHER

Bobby Fischer segir að loka eigi herstöð Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og reyndar líka sendiráði Kana. Eftir þessar yfirlýsingar var sagt að Bobby væri geðveikur.
FRJÁLSHYGGJAN KANNIST VIÐ KRÓGANN SINN

FRJÁLSHYGGJAN KANNIST VIÐ KRÓGANN SINN

Helga Lára Hauksdóttir, Hafsteinn Þór Hauksson, Sigurður Kári ásamt undirrituðum.. . . . . Ungir sjálfstæðismenn efndu til fundar í Valhöll hádeginu í gær um frumvarp Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanns um að nema úr gildi heimild til að birta skattskrár opinberlega.

BANKARNIR VILJA LOKA AÐ SÉR

Fram er komið svar – eða fremur svarleysi – við fyrirspurn minni til bankamálaráðherra þar sem óskað var upplýsinga um afskipti banka og fjármálstofnana af fasteignamarkaði.